Máli Blönduóss gegn Kleifafjölskyldunni vísað frá Hæstarétti Sveinn Arnarsson skrifar 13. júní 2019 09:09 Kleifafjölskyldan vill nú hefja uppbyggingu sem hefur beðið. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“ Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“