Jón Jónsson og Sverrir Bergmann á Þjóðhátíð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 14. júní 2019 08:15 Jón Jónsson er alltaf jafn spenntur að sjá bróður sinn Friðrik Dór spila. Í dag verður tilkynnt að Þjóðhátíðarkempurnar Jón Jónsson og Sverrir Bergmann muni spila á hátíðinni ár. Þetta verður ellefta árið í röð hjá Sverri, en hann kom í fyrsta sinn árið 2001 og tók lag sitt og eitt það vinsælasta hérlendis það árið, Án þín. Jón á sömuleiðis góða minningu frá því að spila í fyrsta sinn á hátíðinni og segir það hafa verið ótrúlega tilfinningu að sjá og heyra alla í dalnum taka undir með honum. Það var með laginu Sooner or later á hátíðinni 2011. Sverrir og Jón tala báðir mikið um hve einstaklega umburðarlyndir, gestrisnir og gjafmildir Eyjamenn séu. Allir taki þeir gestunum opnum örmum og oftast hægt að redda gistingu með lítilli fyrirhöfn, maður fái stundum bara að tjalda í næsta garði.Sverrir varð Auðunni Blöndal vini sínum innblástur á Þjóðhátíð 2001.Fór með eiginkonunni á fyrstu Þjóðhátíðina Talið berst að hvítu tjöldunum og hve einstök stemning ríki þar, að þetta hljóti að vera einsdæmi á heimsvísu. Siðirnir, menningin og um fram allt stemningin. Þegar blaðamaður tjáir Jóni að viðtalið þurfi nú ekki að taka langan tíma, þar sem Jón er á leiðinni til Mílanó, svarar hann hlæjandi: „Jú, jú, byrjum bara á byrjuninni alveg bókstaflega. Sko ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði?…“ Í Mílanó mun hann koma fram í brúðkaupi landsliðsfyrirliðans Gylfa Sigurðssonar og skartgripahönnuðarins Alexöndru Ívarsdóttur, ásamt bróður sínum Friðrik Dór. Hann segir þá bræður þekkja Gylfa ágætlega en þeir séu aðallega að fara til að spila og því sé stoppið stutt. En aftur að Þjóðhátíð. „Ég fór fyrst á Þjóðhátíð árið 2003, með félögunum, en það vill svo skemmtilega til að konan mín fór með mér þá. Mamma hennar treysti mér til að taka hana með í Eyjaferð þegar við vorum 17 ára gömul. Ég fór oft á mínum Verzlóárum með félögum mínum.“ Hann segir að fyrsta árið hafi hann gist í garði á Illugagötunni hjá frændfólki Tomma vinar hans. „Svo er það náttúrulega þannig með Eyjamenn, það eru allir alltaf í svo góðum gír. Manni er bara hleypt inn til að fara í sturtu og hvað og hvað, þvílík var gestrisnin. Bigga vini mínum var eitt skiptið svo mikið mál að hann bara bankaði upp á í næsta húsi og það var bara ekkert mál, honum var velkomið að nota klósettið,“ segir Jón.Það myndast alltaf ótrúleg stemning í Brekkusöngnum. Mynd/Vilhelm GunnarssonAfbrýðisamur vinur Sverrir Bergmann er einn sá reynslumesti þegar kemur að því að koma fram á Þjóðhátíð. Eins og áður sagði er hann að koma ellefta árið í röð en honum er þó minnisstæðast atvik sem átti sér stað fyrsta árið sem hann kom fram á hátíðinni. „Þetta var náttúrulega alveg svakalega gaman og alveg ótrúlegt að sjá að allir tóku undir þegar ég söng Án þín. Það var þó einn vinur minn sem söng ekki jafn hátt með. Hann varð bara gífurlega afbrýðisamur yfir þessari velgengni minni og nýtilkominni frægð. Hann einsetti sér í kjölfarið að verða líka líka frægur og gerði alls konar vandræðalega hluti til að ná því takmarki,“ segir Sverrir hlæjandi og bætir svo við: „En þetta gekk ágætlega hjá honum, þetta var auðvitað Auðunn Blöndal.“ Þessum Auðuni hefur greinilega tekist ætlunarverk sitt þar sem Sverrir spilar ásamt honum og FM95BLÖ á laugardeginum en með hljómsveitinni Albatross á sunnudagskvöldinu, rétt fyrir brekkusönginn. „Það verða nokkrir söngvarar sem koma fram með Albatross. Ég mun að taka mest mitt eigið efni en það slæðast mögulega með einhver ábreiðulög, það verður bara að koma í ljós.“Mamma og pabbi í brekkunni Sverrir og Jón segja báðir það ekki fullvitað hvort þeir spili á fleiri hátíðum yfir helgina. Þeir hafa báðir tvisvar átt Þjóðhátíðarlagið. Sverrir árin 2012 og 2016 og Jón 2014 og ásamt bróður sínum Friðriki í fyrra. „Ég luma þarna á nokkrum Þjóðhátíðarlögum svo ég held að fólk verði ekkert í sjokki ef ég tek þau. En það er svo fallegt þegar mamma og pabbi koma alltaf í brekkuna að fylgjast með okkur bræðrunum og við með fjölskylduna og barnavagnana. Það er eitthvað svo fallegt við það, að hafa verið að djöflast þannig fyrir mörgum árum og núna vera komin í þessa stemningu, að fá að upplifa báðar hliðarnar,“ segir Jón. Sverrir tekur undir hvað stemningin sé skemmtileg í Dalnum: „Það kemur manni á óvart hvað þetta er stórt allt saman, hvað það er mikið af fólki. Það að fá þetta fólk til að garga þarna á móti manni er geggjuð tilfinning. Fólk á líka að gefa sér tíma til að fara í Dalinn að deginum til, það er alveg ógleymanleg lífsreynsla. Það er svo fallegt hvernig heimamenn eru með tjöldin þarna og bjóða mann velkominn. Maður getur fengið sér flatköku með hangikjöti og kaffi, það er stemning.“ Hann segir Eyjamenn jafn gestrisna við alla, það skipti engu máli hvort maður sé Jón eða séra Jón. „Það vilja allir fá þig í heimsókn, bara ef þú ert skemmtilegur. Það er nóg,“ segir Sverrir. Jón er í miðjum klíðum að segja frá sínum bestu minningum frá Þjóðhátíð þegar hann heyrist segja í átt frá símanum: „Bíddu, Jónas minn, pabbi er að tala við blaðakonu. Hérna eru bíllyklarnir í vasanum hjá mér, gjörðu svo vel.“ Því varð blaðakonu eðlilega spurn til hvers barnungur sonur hans þyrfti á bíllyklunum að halda. Jón svarar án hiks: „Æ, hann ætlar bara aðeins að skreppa út í búð,“ en bætir svo jafn snöggt við hlæjandi: ,,Nei, nei, auðvitað ekki.“Sverrir og Jón tala báðir mikið um hve einstaklega umburðarlyndir, gestrisnir og gjafmildir Eyjamenn séu. Mynd/Vilhelm GunnarssonKom vinunum á óvart Ein ferð er Jóni sérstaklega minnisstæð. Þá hafði hann átt að vera farinn út í námið sitt í Boston University fyrir haustönnina en frestaði ferðinni svo hann gæti mætt á Þjóðhátíð: „Þannig að ég kom, öllum á óvart, í brekkuna um kvöldið og áðurnefndur Tommi sér mig þarna þvílíkt hissa og kallar fagnandi: „Nei, Johnny!“ Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann fagnaði mér á nákvæmlega sama hátt morguninn eftir þegar hann sá mig í íbúðinni, hann mundi greinilega ekkert eftir mér úr brekkunni kvöldið áður.“ Jón segist ekki vera alveg með á hreinu hverjir spila á hátíðinni en vera mjög spenntur að sjá Friðrik nokkurn Dór. „Hann er algjör meistari þessi Friðrik, alltaf spenntur að sjá hann. Svo er bróðir hans engu síðri,“ segir Jón hlæjandi að lokum. Til þess að upplifa þessa umtöluðu stemningu og síðast en ekki síst þá Sverri og Jón, þá fást miðar á Þjóðhátíð á dalurinn.is. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í dag verður tilkynnt að Þjóðhátíðarkempurnar Jón Jónsson og Sverrir Bergmann muni spila á hátíðinni ár. Þetta verður ellefta árið í röð hjá Sverri, en hann kom í fyrsta sinn árið 2001 og tók lag sitt og eitt það vinsælasta hérlendis það árið, Án þín. Jón á sömuleiðis góða minningu frá því að spila í fyrsta sinn á hátíðinni og segir það hafa verið ótrúlega tilfinningu að sjá og heyra alla í dalnum taka undir með honum. Það var með laginu Sooner or later á hátíðinni 2011. Sverrir og Jón tala báðir mikið um hve einstaklega umburðarlyndir, gestrisnir og gjafmildir Eyjamenn séu. Allir taki þeir gestunum opnum örmum og oftast hægt að redda gistingu með lítilli fyrirhöfn, maður fái stundum bara að tjalda í næsta garði.Sverrir varð Auðunni Blöndal vini sínum innblástur á Þjóðhátíð 2001.Fór með eiginkonunni á fyrstu Þjóðhátíðina Talið berst að hvítu tjöldunum og hve einstök stemning ríki þar, að þetta hljóti að vera einsdæmi á heimsvísu. Siðirnir, menningin og um fram allt stemningin. Þegar blaðamaður tjáir Jóni að viðtalið þurfi nú ekki að taka langan tíma, þar sem Jón er á leiðinni til Mílanó, svarar hann hlæjandi: „Jú, jú, byrjum bara á byrjuninni alveg bókstaflega. Sko ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði?…“ Í Mílanó mun hann koma fram í brúðkaupi landsliðsfyrirliðans Gylfa Sigurðssonar og skartgripahönnuðarins Alexöndru Ívarsdóttur, ásamt bróður sínum Friðrik Dór. Hann segir þá bræður þekkja Gylfa ágætlega en þeir séu aðallega að fara til að spila og því sé stoppið stutt. En aftur að Þjóðhátíð. „Ég fór fyrst á Þjóðhátíð árið 2003, með félögunum, en það vill svo skemmtilega til að konan mín fór með mér þá. Mamma hennar treysti mér til að taka hana með í Eyjaferð þegar við vorum 17 ára gömul. Ég fór oft á mínum Verzlóárum með félögum mínum.“ Hann segir að fyrsta árið hafi hann gist í garði á Illugagötunni hjá frændfólki Tomma vinar hans. „Svo er það náttúrulega þannig með Eyjamenn, það eru allir alltaf í svo góðum gír. Manni er bara hleypt inn til að fara í sturtu og hvað og hvað, þvílík var gestrisnin. Bigga vini mínum var eitt skiptið svo mikið mál að hann bara bankaði upp á í næsta húsi og það var bara ekkert mál, honum var velkomið að nota klósettið,“ segir Jón.Það myndast alltaf ótrúleg stemning í Brekkusöngnum. Mynd/Vilhelm GunnarssonAfbrýðisamur vinur Sverrir Bergmann er einn sá reynslumesti þegar kemur að því að koma fram á Þjóðhátíð. Eins og áður sagði er hann að koma ellefta árið í röð en honum er þó minnisstæðast atvik sem átti sér stað fyrsta árið sem hann kom fram á hátíðinni. „Þetta var náttúrulega alveg svakalega gaman og alveg ótrúlegt að sjá að allir tóku undir þegar ég söng Án þín. Það var þó einn vinur minn sem söng ekki jafn hátt með. Hann varð bara gífurlega afbrýðisamur yfir þessari velgengni minni og nýtilkominni frægð. Hann einsetti sér í kjölfarið að verða líka líka frægur og gerði alls konar vandræðalega hluti til að ná því takmarki,“ segir Sverrir hlæjandi og bætir svo við: „En þetta gekk ágætlega hjá honum, þetta var auðvitað Auðunn Blöndal.“ Þessum Auðuni hefur greinilega tekist ætlunarverk sitt þar sem Sverrir spilar ásamt honum og FM95BLÖ á laugardeginum en með hljómsveitinni Albatross á sunnudagskvöldinu, rétt fyrir brekkusönginn. „Það verða nokkrir söngvarar sem koma fram með Albatross. Ég mun að taka mest mitt eigið efni en það slæðast mögulega með einhver ábreiðulög, það verður bara að koma í ljós.“Mamma og pabbi í brekkunni Sverrir og Jón segja báðir það ekki fullvitað hvort þeir spili á fleiri hátíðum yfir helgina. Þeir hafa báðir tvisvar átt Þjóðhátíðarlagið. Sverrir árin 2012 og 2016 og Jón 2014 og ásamt bróður sínum Friðriki í fyrra. „Ég luma þarna á nokkrum Þjóðhátíðarlögum svo ég held að fólk verði ekkert í sjokki ef ég tek þau. En það er svo fallegt þegar mamma og pabbi koma alltaf í brekkuna að fylgjast með okkur bræðrunum og við með fjölskylduna og barnavagnana. Það er eitthvað svo fallegt við það, að hafa verið að djöflast þannig fyrir mörgum árum og núna vera komin í þessa stemningu, að fá að upplifa báðar hliðarnar,“ segir Jón. Sverrir tekur undir hvað stemningin sé skemmtileg í Dalnum: „Það kemur manni á óvart hvað þetta er stórt allt saman, hvað það er mikið af fólki. Það að fá þetta fólk til að garga þarna á móti manni er geggjuð tilfinning. Fólk á líka að gefa sér tíma til að fara í Dalinn að deginum til, það er alveg ógleymanleg lífsreynsla. Það er svo fallegt hvernig heimamenn eru með tjöldin þarna og bjóða mann velkominn. Maður getur fengið sér flatköku með hangikjöti og kaffi, það er stemning.“ Hann segir Eyjamenn jafn gestrisna við alla, það skipti engu máli hvort maður sé Jón eða séra Jón. „Það vilja allir fá þig í heimsókn, bara ef þú ert skemmtilegur. Það er nóg,“ segir Sverrir. Jón er í miðjum klíðum að segja frá sínum bestu minningum frá Þjóðhátíð þegar hann heyrist segja í átt frá símanum: „Bíddu, Jónas minn, pabbi er að tala við blaðakonu. Hérna eru bíllyklarnir í vasanum hjá mér, gjörðu svo vel.“ Því varð blaðakonu eðlilega spurn til hvers barnungur sonur hans þyrfti á bíllyklunum að halda. Jón svarar án hiks: „Æ, hann ætlar bara aðeins að skreppa út í búð,“ en bætir svo jafn snöggt við hlæjandi: ,,Nei, nei, auðvitað ekki.“Sverrir og Jón tala báðir mikið um hve einstaklega umburðarlyndir, gestrisnir og gjafmildir Eyjamenn séu. Mynd/Vilhelm GunnarssonKom vinunum á óvart Ein ferð er Jóni sérstaklega minnisstæð. Þá hafði hann átt að vera farinn út í námið sitt í Boston University fyrir haustönnina en frestaði ferðinni svo hann gæti mætt á Þjóðhátíð: „Þannig að ég kom, öllum á óvart, í brekkuna um kvöldið og áðurnefndur Tommi sér mig þarna þvílíkt hissa og kallar fagnandi: „Nei, Johnny!“ Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann fagnaði mér á nákvæmlega sama hátt morguninn eftir þegar hann sá mig í íbúðinni, hann mundi greinilega ekkert eftir mér úr brekkunni kvöldið áður.“ Jón segist ekki vera alveg með á hreinu hverjir spila á hátíðinni en vera mjög spenntur að sjá Friðrik nokkurn Dór. „Hann er algjör meistari þessi Friðrik, alltaf spenntur að sjá hann. Svo er bróðir hans engu síðri,“ segir Jón hlæjandi að lokum. Til þess að upplifa þessa umtöluðu stemningu og síðast en ekki síst þá Sverri og Jón, þá fást miðar á Þjóðhátíð á dalurinn.is.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira