Leiðtogi umdeilds sértrúarsafnaðar látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 11:57 Hamilton-Byrne stofnaði Fjölskylduna á sjöunda áratug síðustu aldar. Getty Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína. Andlát Ástralía Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína.
Andlát Ástralía Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira