Tímasóun Lára G. Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2019 11:00 Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs.
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar