Landnemabyggð á Golan hæðum nefnd „Trump hæðir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 10:18 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. getty/Michael Reynolds Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum „Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta var gert á sunnudag þegar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans söfnuðust saman í landnemabyggðinni og afhjúpuðu risastórt skilti sem á stendur „Ramat Trump“ – Trump Heights. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Landnemabyggð Ísraela á Golan hæðum hefur verið umtöluð í áraraðir og hefur aldrei verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi ávítað Ísrael fyrir byggðina. Ofan af hæðunum má horfa yfir Líbanon og Jórdaníu. Fyrstur til að samþykkja kröfu Ísraela til Golan hæða var Trump en það gerði hann í mars þessa árs þegar hann birti yfirlýsingu þess efnis á Twitter.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Til að sýna Trump þakklæti sitt lofaði Netanyahu að landnemabyggðin á hæðunum yrði nefnd eftir forsetanum. Í þakkarskyni tweetaði Bandaríkjaforseti til að lýsa yfir þakklæti sínu.Thank you Mr. Prime Minister, a great honor! https://t.co/ozLz84g3i0— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 17, 2019 Til stendur að stækka Bruchim þorpið sem stendur á hæðunum en það var fyrst myndað árið 1991. Haim Rokach, forseti sveitarráðs Golan hæða, vonast til að á endanum verði 400 hús reist en til stendur að framkvæmdir að fyrstu 100 húsunum byrji síðar á þessu ári. „Ákvörðun forsætisráðherrans til að stofna nýja byggð á Golan hæðunum er byltingarkennd. Okkur þyrsti það,“ sagði bæjarstjórinn. Nokkur nöfn voru tilnefnd fyrir nýju byggðina og lögð fyrir ríkisnefnd til samþykktar. Hin nöfnin sem voru lögð til voru Neve Trump (Griðastaður Trumps) og Ruakh Trump (Sál Trumps). Baráttuhópar á svæðinu telja að allt að 130.000 Sýrlendingar hafi verið neyddir til að yfirgefa heimili sín árið 1967 í stríðinu sem geisaði þá og hafi ekki fengið að snúa til baka. Margir sveitabæir og þorp hafa síðan verið rudd og er enn hægt að sjá rústir steinhúsanna á ökrum í kring um hæðirnar og á þeim.Sýrlenskar flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Ísrael. Golan hæðir sjást í bakgrunni.getty/Lior MizrahiÍsraelska ríkið bauð þeim nokkur þúsund Sýrlendinga sem enn eru á svæðinu ríkisborgararétt, sem flestir eru Druze Arabar, en flestir þeirra afþökkuðu það og vildu frekar vera flokkaðir sem íbúar á svæðinu. Til að festa sig í sessi hefur Ísrael reist herstöðvar og eru um 20.000 ísraelskir landnemar á svæðinu en margir þeirra hafa þar vínekrur, kúabú eða lítil ferðaþjónustufyrirtæki. Margir íbúar svæðisins eru svipaðir þeim sem tóku sér palestínskt land á Vesturbakkanum, sumir telja Gyðinga eiga rétt til landsins en hafa alltaf haft það á bak við eyrað að þeir gætu þurft að yfirgefa svæðið vegna friðarsamninga. Litlu munaði að til þess kæmi árið 2000 þegar Hafez al-Asssad, fyrrverandi forseti Sýrlands, og Ísrael virtust ætla að skrifa undir samning, sem hætt var við á síðustu stundu. Viðurkenning Trump hefur fjarlægt þessa hræðslu alveg, að yfirgefa þurfi Golan hæðir og „gefa“ Sýrlandi aftur, sagði Rokach, sem hefur búið á svæðinu í 35 ár. „Allir íbúar Golan hæða, allir, finna fyrir létti.“ Ákvörðun bandarískra yfirvalda hefur leitt til öldu framlaga og fjárfestinga frá bandarískum stuðningsmönnum, bætti hann við. Miriam og Sheldon Adelson, fjárfestar í Repúblikanaflokknum sem hafa lagt til fjárhagslegan stuðning við landnemabyggðir gyðinga á Vesturbankanum, hafa áform um að byggja 200 herbergja hótel á Golan hæðum sagði Rokach. Rokach segir það ekki skipta sig máli að Trump sé umdeildur. „Til þess er Bandarískt réttarkerfi. Ég dæmi Trump forseta fyrir það sem hann gerir fyrir Ísrael. Ég held að hann sé góður vinur,“ sagði hann. Bandaríkin Fréttaskýringar Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum „Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta var gert á sunnudag þegar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans söfnuðust saman í landnemabyggðinni og afhjúpuðu risastórt skilti sem á stendur „Ramat Trump“ – Trump Heights. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Landnemabyggð Ísraela á Golan hæðum hefur verið umtöluð í áraraðir og hefur aldrei verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi ávítað Ísrael fyrir byggðina. Ofan af hæðunum má horfa yfir Líbanon og Jórdaníu. Fyrstur til að samþykkja kröfu Ísraela til Golan hæða var Trump en það gerði hann í mars þessa árs þegar hann birti yfirlýsingu þess efnis á Twitter.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Til að sýna Trump þakklæti sitt lofaði Netanyahu að landnemabyggðin á hæðunum yrði nefnd eftir forsetanum. Í þakkarskyni tweetaði Bandaríkjaforseti til að lýsa yfir þakklæti sínu.Thank you Mr. Prime Minister, a great honor! https://t.co/ozLz84g3i0— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 17, 2019 Til stendur að stækka Bruchim þorpið sem stendur á hæðunum en það var fyrst myndað árið 1991. Haim Rokach, forseti sveitarráðs Golan hæða, vonast til að á endanum verði 400 hús reist en til stendur að framkvæmdir að fyrstu 100 húsunum byrji síðar á þessu ári. „Ákvörðun forsætisráðherrans til að stofna nýja byggð á Golan hæðunum er byltingarkennd. Okkur þyrsti það,“ sagði bæjarstjórinn. Nokkur nöfn voru tilnefnd fyrir nýju byggðina og lögð fyrir ríkisnefnd til samþykktar. Hin nöfnin sem voru lögð til voru Neve Trump (Griðastaður Trumps) og Ruakh Trump (Sál Trumps). Baráttuhópar á svæðinu telja að allt að 130.000 Sýrlendingar hafi verið neyddir til að yfirgefa heimili sín árið 1967 í stríðinu sem geisaði þá og hafi ekki fengið að snúa til baka. Margir sveitabæir og þorp hafa síðan verið rudd og er enn hægt að sjá rústir steinhúsanna á ökrum í kring um hæðirnar og á þeim.Sýrlenskar flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Ísrael. Golan hæðir sjást í bakgrunni.getty/Lior MizrahiÍsraelska ríkið bauð þeim nokkur þúsund Sýrlendinga sem enn eru á svæðinu ríkisborgararétt, sem flestir eru Druze Arabar, en flestir þeirra afþökkuðu það og vildu frekar vera flokkaðir sem íbúar á svæðinu. Til að festa sig í sessi hefur Ísrael reist herstöðvar og eru um 20.000 ísraelskir landnemar á svæðinu en margir þeirra hafa þar vínekrur, kúabú eða lítil ferðaþjónustufyrirtæki. Margir íbúar svæðisins eru svipaðir þeim sem tóku sér palestínskt land á Vesturbakkanum, sumir telja Gyðinga eiga rétt til landsins en hafa alltaf haft það á bak við eyrað að þeir gætu þurft að yfirgefa svæðið vegna friðarsamninga. Litlu munaði að til þess kæmi árið 2000 þegar Hafez al-Asssad, fyrrverandi forseti Sýrlands, og Ísrael virtust ætla að skrifa undir samning, sem hætt var við á síðustu stundu. Viðurkenning Trump hefur fjarlægt þessa hræðslu alveg, að yfirgefa þurfi Golan hæðir og „gefa“ Sýrlandi aftur, sagði Rokach, sem hefur búið á svæðinu í 35 ár. „Allir íbúar Golan hæða, allir, finna fyrir létti.“ Ákvörðun bandarískra yfirvalda hefur leitt til öldu framlaga og fjárfestinga frá bandarískum stuðningsmönnum, bætti hann við. Miriam og Sheldon Adelson, fjárfestar í Repúblikanaflokknum sem hafa lagt til fjárhagslegan stuðning við landnemabyggðir gyðinga á Vesturbankanum, hafa áform um að byggja 200 herbergja hótel á Golan hæðum sagði Rokach. Rokach segir það ekki skipta sig máli að Trump sé umdeildur. „Til þess er Bandarískt réttarkerfi. Ég dæmi Trump forseta fyrir það sem hann gerir fyrir Ísrael. Ég held að hann sé góður vinur,“ sagði hann.
Bandaríkin Fréttaskýringar Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12