Erlent

Berjast við mikla kjarrelda við Arlanda-flugvöll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tvær þyrlur koma að slökkvistörfum.
Tvær þyrlur koma að slökkvistörfum. EPA/Erik Simander
Slökkvilið í Stokkhólmi berst nú við mikla kjarrelda í grennd við Arlanda alþjóðaflugvöllinn, helsta flugvöll Svíþjóðar. Talið er að eldar logi á um fimm hektara svæði en eldarnir hafa ekki haft teljandi áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Í frétt SVT segir aðtvær þyrlur komi að slökkvistörfum en alls koma slökkviliðsmenn frá fimm slökkvistöðum í Stokkhólmi og nágrenni að slökkvistörfum. Haft er eftir yfirmanni hjá slökkviliðinu í Stokkhólmi að það sé hans tilfinning að slökkviliðsmenn séu við það að ná tökum á kjarreldunum.

Tilkynning um kjarrelda barst um klukkan síðdegis í dag en töluverður reykur berst frá kjarreldunum. Sem fyrr segir loga eldarnir í grennd við Arlanda-flugvöll en haft er eftir talsmanni Swedavia að hvorki eldarnir né reykurinn hafi áhrif á flugumferð sem stendur. Fylgst sé þó náið með framvindu slökkvistarfa.

Í frétt SVT segir að eldarnir hafi breiðst hratt út en bæði er hvasst og jarðvegur þurr í grennd við flugvöllinn. Búist er við að slökkvistarf haldi áfram framm á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×