Bara falsfrétt? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar