Eitt hundrað og fjögur ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 06:00 Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennréttindafélags Íslands „Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í dag er haldinn hátíðlegur víða um land kvenréttindadagur íslenskra kvenna, en 104 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi. Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara náð 85% jafnrétti. Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti,“ segir Brynhildur og bætir því við að mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. „Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.“ Brynhildur segir það hafa verið grundvallarsigur í baráttu íslenskra kvenna þegar þær fengu loks kosningarétt. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.“ Ýmislegt verður gert til hátíðarbrigða í borginni í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hátíðarfundur verður á Hallveigarstöðum og femínísk gleðistund verður haldin á Skúla Craftbar. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
„Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í dag er haldinn hátíðlegur víða um land kvenréttindadagur íslenskra kvenna, en 104 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi. Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara náð 85% jafnrétti. Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti,“ segir Brynhildur og bætir því við að mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. „Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.“ Brynhildur segir það hafa verið grundvallarsigur í baráttu íslenskra kvenna þegar þær fengu loks kosningarétt. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.“ Ýmislegt verður gert til hátíðarbrigða í borginni í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hátíðarfundur verður á Hallveigarstöðum og femínísk gleðistund verður haldin á Skúla Craftbar.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira