Fótbolti

„Sársaukafullt að geta bara valið ellefu leikmenn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mun Pochettino veðja á Kane?
Mun Pochettino veðja á Kane? vísir/getty
Mauricio Pochettino segir það verða sársaukafullt að velja þá ellefu leikmenn sem byrja fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu Tottenham.

Stærsta ákvörðunin sem Pochettino þarf að taka, eða í það minnsta sú umtalaðasta, er hvort Harry Kane verði í byrjunarliðinu.

Kane hefur ekki spilað fótbolta síðan 9. apríl þegar hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Manchester City í 8-liða úrslitum keppninnar. Kane segist tilbúinn að spila leikinn, en Pochettino er sá sem þarf að taka lokaákvörðunina.

„Allar ákvarðanirnar sem ég þarf að taka eru erfiðar og sársaukafullar,“ sagði Pochettino.

„En það er mitt starf að ákveða hverjir byrja leikinn. Við munum taka bestu ákvörðunina með það markmið að vinna leikinn, en það er svo sársaukafullt þegar svona leikir koma og maður getur bara notað ellefu leikmenn.“

Hvort Kane spilar leikinn eða ekki kemur í ljós í kvöld, en leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:15.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×