Sport

Brons í blaki eftir tap gegn Svartfjallalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska kvennalandsliðið fagnar bronsinu
Íslenska kvennalandsliðið fagnar bronsinu mynd/sunna þrastardóttir
Kvennalandsliðið í blaki fékk brons á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir tap fyrir heimakonum í lokaleik liðsins.

Íslenska liðið var búið að tryggja sér bronsverðlaun fyrir leikinn, en með sigri hefði liðið átt möguleika á silfrinu.

Svartfjallaland náði fljótlega forskoti í fyrstu hrinu og unnu hana örugglega 25-13. Íslenska liðið byrjaði hins vegar aðra hrinu vel og var með forystuna framan af. Svartfjallaland náði að komast yfir í 10-9 og vann að lokum 25-19.

Þriðja hrina var jöfn lengi framan af en heimakonur komust í þriggja stiga forystu þegar líða tók á hrinuna 19-16. Ísland náði að jafna og voru lokamínútur leiksins spennandi en þó fór að Svartfjallaland vann hrinuna 25-21 og leikinn 3-0.

Stigahæst í liði Íslands var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 15 stig.

Þetta var í fjórða sinn sem Ísland nær í verðlaun í blakkeppni Smáþjóðaleikanna í kvennaflokki, tvisvar hefur Ísland fengið brons og einu sinni silfur árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×