Fótbolti

Ræddi við Kane í gær og telur hann byrja á bekknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane æfði með Tottenham á vellinum í Madríd í gær
Harry Kane æfði með Tottenham á vellinum í Madríd í gær vísir/getty
Glenn Hoddle, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, telur að Harry Kane muni byrja úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á bekknum eftir að hafa rætt við framherjann í gær.

Kane meiddist á ökkla 9. apríl og hefur ekki spilað fótbolta síðan þá. Hann segist vera tilbúinn en það er einn helsti umræðupunkturinn fyrir leikinn í kvöld hvort Mauricio Pochettino seti enska landsliðsfyrirliðann í byrjunarliðið.

„Ég hef tilfinningu fyrir því að hann búist við því að byrja á bekknum,“ sagði Hoddle á BT Sport.

„Ég myndi byrja með hann á bekknum. Það er þá hægt að setja hann inn í seinni hálfleik ef þess þarf.“

Það kemur í ljós í kvöld hvort Pochettino taki sénsinn á Kane en leikur Liverpool og Tottenham hefst klukkan 19:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem upphitun hefst 18:15.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×