Erlent

Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Borgarstjóri Virginia Beach, Dave Hansen.
Borgarstjóri Virginia Beach, Dave Hansen. Patrick Semansky/AP
Yfirvöld í borginni Virginia Beach í Bandaríkjunum hafa gefið út nöfn þeirra tólf sem létu lífið þegar byssumaður réðst inn í húsasamstæðu, þar sem meðal annars má finna höfuðstöðvar lögreglunnar í Virginia Beach og skrifstofu borgarstjórnar, og hóf skothríð. Ellefu hinna látnu voru starfsmenn borgarinnar eins og byssumaðurinn sjálfur, en sá tólfti var byggingaverktaki.

Borgarstarfsmennirnir sem létust voru þau Laquita Brown, Tara Gallagher, Mary Louise Gayle, Alexander Gusev, Katherine Nixon, Richard Nettleton, Christopher Kelly Rapp, Ryan Keith Cox, Joshua Hardy, Michelle Langer og Robert Williams. Verktakinn hét Herbert Snelling. BBC greinir frá þessu.

Nöfn hinna látnu voru gerð opinber á blaðamannafundi þar sem borgarstjóri Virginia Beach, Dave Hansen, sagði alla borgina syrgja þá sem létust.

Í umfjöllun Sky News um málið segir að árásarmaðurinn hafi verið verkfræðingur sem starfaði í hjá almannaveitudeild borgarinnar. Hann hafi hlotið herþjálfun, að sögn James Cervera, lögreglustjóra Virginia Beach, sem neitaði að tjá sig um mögulega ástæðu skotárásarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×