Orkuskiptin Eyþór Arnalds skrifar 3. júní 2019 07:00 Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Samgöngur Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun