Innlent

Færri umsóknir en í fyrra

Ari Brynjólfsson skrifar
Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála við Háskólann á Akureyri.
Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála við Háskólann á Akureyri.
Umsóknir í háskólanám við Háskólann á Akureyri eru eilítið færri en árið á undan. Umsóknarfrestur í flesta háskóla landsins rennur út á morgun. Fyrstu þriggja ára árgangar framhaldsskóla útskrifuðust í fyrra, nú í vor útskrifast síðustu tveir fjögurra ára árgangarnir.

„Sprengingin kom í fyrra, þá fengum við inn stærsta umsóknarárgang sem við höfum séð,“ segir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála við Háskólann á Akureyri. „Nú í ár erum við á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra. Aðeins færri, en þó mun fleiri en árið 2017.“

Í ár greip HA til þess ráðs að vera með aðgangstakmarkanir. „Við getum ekki tekið við alveg endalaust af fólki. Í viðskiptafræðideild breyttum við æskilegum undanförum í nauðsynlega. En stúdentspróf hafa algeran forgang,“ segir Katrín. Allir sem uppfylla inntökuskilyrði í nám í hjúkrunar-, sál- og lögreglufræði geta hafið nám en aðeins þeir sem komast í gegnum samkeppnispróf (klásus) geta haldið áfram á vormisseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×