Dýr skiptimynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun