Íslenski boltinn

Anton Ari: Veit ekkert hvaðan þessar fréttir koma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anton með Íslandsmeistarabikarinn í lok síðustu leiktíðar.
Anton með Íslandsmeistarabikarinn í lok síðustu leiktíðar. vísir/bára
Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, veit ekki til þess að Valur hafi samþykkt tilboð Breiðabliks í hann en Fréttablaðið greindi frá því í gær.

Þar var sagt frá því að markvörðurinn myndi ganga í raðir Blika 1. júlí en hann hefur verið varamarkvörður fyrir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson það sem af er leiktíð.

Eftir að hafa leikið síðustu tvö tímabil sem aðalmarkvörður Vals var honum skellt á bekkinn við komu Hannesar en hann veit þó ekki til þess að hann sé á leið frá félaginu.

„Ég hef ekki fengið neitt samningstilboð frá Breiðabliki og veit ekki til þess að Valur hafi samþykkt tilboð í mig. Ég veit ekkert hvaðan þessar fréttir koma," sagði Anton Ari við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Gunnleifur Gunnleifsson, leikjahæsti leikmaður Íslands, stendur í markinu hjá Blikum en fróðlegt verður að fylgjast með hvað gerist í sumar hjá Antoni Ara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×