Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:00 Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. FBL/Jón Sigurðsson Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira