Kyle Lowry vill að stuðningsmaður Golden State Warriors verði settur í ævibann frá NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 13:00 Kyle Lowry og umræddur áhorfendi sem fékk ekki að klára leikinn í nótt. Getty/y Lachlan Cunningham Kyle Lowry átti frábæran leik með Toronto Raptors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt en hann lenti líka í útistöðum við einn stuðningsmann Golden State Warriors í miðjum leik. Kyle Lowry endaði leikinn með 23 stig og 9 stoðsendingar og Toronto komst 2-1 yfir í einvíginu með sannfærandi sigri á útivelli. Heimavallarrétturinn er nú aftur þeirra. Atvikið sem vakti ekki síður athygli en frammistaða Kyle Lowry inn á vellinum gerðist rétt fyrir utan hann.Kyle Lowry was shaking his head after a courtside fan pushed him when he fell into the crowd. pic.twitter.com/5SwQv3hdnN — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 6, 2019Kyle Lowry skutlaði sér þá inn í miðjan áhorfendahópinn við hliðarlínuna til að reyna að bjarga lausum bolta. Nokkrir áhorfendanna fengu að finna fyrir því en það voru þó ekki þeir sem voru ósáttir heldur einn af áhorfendunum í fremstu röð sem rétt slapp við að fá Lowry í fangið. „Hann greip í mig að ástæðulausu og síðan sagði hann nokkur dónaleg orð við mig. Hann blótaði mér síðan ítrekað. Það er ekki pláss fyrir slíkt í okkar deild. Sem betur fer þá hentu þeir honum út úr húsi eftir að ég útskýrði málið fyrir öryggisvörðunum,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. „Deildin tekur vanalega hart og vel á svona málum og vonandi verður þessi einstaklingur settur í eilífðarbann frá NBA,“ sagði Lowry. Kyle Lowry ræddi uppákomuna á Sport Center eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en þar má einnig finna þetta umrædda atvik."He reached over and put his hands on me for no reason then he said a couple vulgar words to me ... hopefully they ban him from all NBA games ever." —Kyle Lowry to @notthefakeSVP on a fan who pushed him after he fell into the crowd pic.twitter.com/2BdmdUahF8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019A fan was escorted out for shoving Kyle Lowry after a collision courtside. The game is on Sportsnet. #NBAFinalspic.twitter.com/mPFjoiVdHT — TSN (@TSN_Sports) June 6, 2019 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Kyle Lowry átti frábæran leik með Toronto Raptors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt en hann lenti líka í útistöðum við einn stuðningsmann Golden State Warriors í miðjum leik. Kyle Lowry endaði leikinn með 23 stig og 9 stoðsendingar og Toronto komst 2-1 yfir í einvíginu með sannfærandi sigri á útivelli. Heimavallarrétturinn er nú aftur þeirra. Atvikið sem vakti ekki síður athygli en frammistaða Kyle Lowry inn á vellinum gerðist rétt fyrir utan hann.Kyle Lowry was shaking his head after a courtside fan pushed him when he fell into the crowd. pic.twitter.com/5SwQv3hdnN — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 6, 2019Kyle Lowry skutlaði sér þá inn í miðjan áhorfendahópinn við hliðarlínuna til að reyna að bjarga lausum bolta. Nokkrir áhorfendanna fengu að finna fyrir því en það voru þó ekki þeir sem voru ósáttir heldur einn af áhorfendunum í fremstu röð sem rétt slapp við að fá Lowry í fangið. „Hann greip í mig að ástæðulausu og síðan sagði hann nokkur dónaleg orð við mig. Hann blótaði mér síðan ítrekað. Það er ekki pláss fyrir slíkt í okkar deild. Sem betur fer þá hentu þeir honum út úr húsi eftir að ég útskýrði málið fyrir öryggisvörðunum,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. „Deildin tekur vanalega hart og vel á svona málum og vonandi verður þessi einstaklingur settur í eilífðarbann frá NBA,“ sagði Lowry. Kyle Lowry ræddi uppákomuna á Sport Center eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en þar má einnig finna þetta umrædda atvik."He reached over and put his hands on me for no reason then he said a couple vulgar words to me ... hopefully they ban him from all NBA games ever." —Kyle Lowry to @notthefakeSVP on a fan who pushed him after he fell into the crowd pic.twitter.com/2BdmdUahF8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019A fan was escorted out for shoving Kyle Lowry after a collision courtside. The game is on Sportsnet. #NBAFinalspic.twitter.com/mPFjoiVdHT — TSN (@TSN_Sports) June 6, 2019
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira