Viljum við borga? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. júní 2019 07:00 Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns. Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða krefst aukinnar þátttöku, t.d. bæði sveitarfélaga og stjórnvalda. Í nýjum loftslagslögum eru stjórnarráðið, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, auk sveitarfélaga, skylduð til að setja sér loftslagsstefnu, með rúmum tímamörkum og samvinnu. Aukin þátttaka í andófi gegn loftslagsbreytingum á líka við um almennu fyrirtækin og hún færist vissulega í aukana núna. Innlegg félagasamtaka og almennings til andófsins eru á uppleið. Niðursveiflan í hagkerfinu má aftur á móti ekki hamla okkur. Við þurfum að verja þá fjármuni sem eru settir til þessa í ríkisfjármálum. En það þarf líka að auka fjármagnið. Kanna verður hvort ekki beri að setja á tímabundið flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið, sem hækkar hægt, annaðhvort á alla skattgreiðendur í landinu eða á notendur jarðefnaeldsneytis, t.d. flugfélög, útgerðir og flutningsfyrirtæki, á einkaaðila og ótal fyrirtæki. Ég bendi á að 1.000 kr. frá 250.000 gjaldendum gefa okkur fjórðung úr milljarði, 250 millj. kr. á ári. Þannig að 2.000 kr. eða 3.000 kr. ársframlög, svo hóflega sé orðað, varða okkur afar miklu. Afrakstrinum væri skipt á ríki, sveitarfélög og fleiri aðila en gengi ávallt beint til aðgerða. Fyrirkomulagið væri fremur auðvelt að leysa. Nú, tíu árum áður en við eigum að standa við Parísarsamkomulagið, er kominn tími til að skoða svona jákvæða skattheimtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns. Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða krefst aukinnar þátttöku, t.d. bæði sveitarfélaga og stjórnvalda. Í nýjum loftslagslögum eru stjórnarráðið, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, auk sveitarfélaga, skylduð til að setja sér loftslagsstefnu, með rúmum tímamörkum og samvinnu. Aukin þátttaka í andófi gegn loftslagsbreytingum á líka við um almennu fyrirtækin og hún færist vissulega í aukana núna. Innlegg félagasamtaka og almennings til andófsins eru á uppleið. Niðursveiflan í hagkerfinu má aftur á móti ekki hamla okkur. Við þurfum að verja þá fjármuni sem eru settir til þessa í ríkisfjármálum. En það þarf líka að auka fjármagnið. Kanna verður hvort ekki beri að setja á tímabundið flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið, sem hækkar hægt, annaðhvort á alla skattgreiðendur í landinu eða á notendur jarðefnaeldsneytis, t.d. flugfélög, útgerðir og flutningsfyrirtæki, á einkaaðila og ótal fyrirtæki. Ég bendi á að 1.000 kr. frá 250.000 gjaldendum gefa okkur fjórðung úr milljarði, 250 millj. kr. á ári. Þannig að 2.000 kr. eða 3.000 kr. ársframlög, svo hóflega sé orðað, varða okkur afar miklu. Afrakstrinum væri skipt á ríki, sveitarfélög og fleiri aðila en gengi ávallt beint til aðgerða. Fyrirkomulagið væri fremur auðvelt að leysa. Nú, tíu árum áður en við eigum að standa við Parísarsamkomulagið, er kominn tími til að skoða svona jákvæða skattheimtu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun