Erlent

R Kelly segist saklaus

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
R Kelly gengur út úr dómshúsinu eftir réttarhöldin í dag.
R Kelly gengur út úr dómshúsinu eftir réttarhöldin í dag. getty/Nuccio DiNuzzo

Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News.



Eftir réttarhöldin sagði Steve Greenberg, lögmaður Kelly: „Þetta er mjög erfitt, það er allt á móti honum.“



Nýir ákæruliðir hafa nú bæst við þá 10 ákæruliði sem hann var kærður fyrir í febrúar, en þeir tengjast allir sömu konunni. Fjórir þeirra ákæruliða eru skilgreindir sem kynferðisleg líkamsárás en hann gæti verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist vegna þeirra.



Hann talaði ekki við fréttamenn þegar hann fór úr dómshúsinu.



Eftir réttarhöldin sagði Greenberg að hann vildi ekki geta sér til um hvers vegna saksóknarar bættu nýjum ákæruliðum við.



„Þetta er sama dómsmálið. Það eina er að þeir hafa breytt ákærunni,“ sagði Greenberg. „Þetta eru sömu staðreyndirnar… sama fangavist og sömu sönnunargögn. Við gerum ráð fyrir sömu niðurstöðum.“



Darryll Johnson, talsmaður Kellly, sagði við fréttamenn að söngvarinn væri bjartsýnn.



„Í fyrstu var hann dálítið þunglyndur,“ sagði Johnson. „En ég meina, eins og með allt annað, ef einhver sakar þig um eitthvað verðurðu þunglyndur. Hann veit hvað er satt.“



Samkvæmt nýju ákærunni eru fyrstu átta liðirnir vegna atburða sem gerðust í janúar 2010. Þrír aðrir tengjast meintum atburðum sem gerðust á tímabilinu 1. maí 2009 og 21. janúar 2010.



Réttarhöldin munu halda áfram þann 26. júní.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×