Stríðið loksins háð fyrir opnum tjöldum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. júní 2019 08:15 Vindasamt hefur verið í kringum Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á síðustu dögum. Fréttablaðið/GVA Djúpur ágreiningur milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta landsins hefur birst landsmönnum í umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga. Kvartanir lögreglumanna undan einelti ríkislögreglustjóra hafa verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu og þar kemur skipulag sérsveitarinnar einnig við sögu. Lögreglufélög um landið hafa ályktað á fundum og skorað á formann Landssambands lögreglumanna að standa í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra. Bílamál lögreglunnar virðast vera í algerum ólestri og eru að sliga lögregluembættin um landið. Lögreglustjórar kenna ríkislögreglustjóra um þann vanda. Sjálfur hefur hann óskað eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri bílamiðstöðvarinnar og á lögmæti aðgerða lögreglustjóra í bílamálum. Bráðabirgðalausn var samþykkt í dómsmálaráðuneytinu í gær þar sem æðstu embættismenn lögreglu funduðu um málið. Þá hefur yfirmaður miðlægu deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnt áherslur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi. Mjög skiptar skoðanir virðast þannig vera innan lögreglunnar um þá ógn sem landsmönnum stafar af slíkri brotastarfsemi á landinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að undirrót ágreiningsins sé í raun ágreiningur um ráðstöfun þeirra fjármuna sem veitt er til löggæslu úr ríkissjóði. Lögreglustjórar sem stýra embættum lögreglunnar um landið eru ósáttir við áherslur ríkislögreglustjóra gagnvart fjárveitingarvaldhöfum en hann einn hafi raunverulegan aðgang að þeim sem taki ákvarðanir þar að lútandi. Honum beri að gæta hagsmuna lögregluembættanna allra og tala þeirra máli við fjárveitingarvaldið en hann beiti sér meira fyrir eigið embætti en löggæsluna í landinu almennt.Ráðherra skar á hnútinn í gær Bílamiðstöð hefur verið starfrækt hjá ríkislögreglustjóra frá aldamótum og er markmið hennar að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og gjaldið sem embættin greiða fyrir bílana hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til bílamiðstöðvarinnar frá embættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmMikil óánægja er með þetta fyrirkomulag hjá lögregluembættunum um landið. Lýtur óánægjan annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum er, að þeirra sögn, ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna. Hins vegar gengur bæði seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra. Embættin úti á landi þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll með þeim áhrifum sums staðar að þak hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla sem hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Sérútbúnar lögreglubifreiðir eru dýrar og hafa nokkur embættanna brugðið á það ráð að notast við bílaleigubíla í stað þess að eiga viðskipti við ríkislögreglustjóra. Í einhverjum tilvikum hafi þessir bílar verið sérmerktir og notaðir í neyðarakstur. Ráðherra skar á hnútinn til bráðabrigða eftir fund með ríkislögreglustjóra og lögreglustjórum í gær með tímabundinni heimild til að sérmerkja bílaleigubíla til forgangsaksturs. Unnið verður áfram að framtíðarskipulagi bílamála lögreglunnar hjá ráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri hefur þegar óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki út rekstur bílamiðstöðvarinnar og svari því einnig hvort lögmætt sé að lögreglan noti bílaleigubíla með þessum hætti.Efasemdir um gífurlega ógn Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi er máluð mjög dökk mynd af stöðu mála og alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að náttúruhamförum frátöldum. Áhættan fari enn vaxandi og þá sérstaklega umsvif erlendra glæpahópa. Ekki eru allir lögreglumenn landsins sammála áherslum ríkislögreglustjóra í skýrslunni. Yfirmaður miðlægu deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til að mynda gagnrýnt það litla vægi sem íslenskir glæpahópar fá í skýrslunni í samanburði við erlenda glæpahópa. Þá hafa lögreglumenn gagnrýnt þann tón í skýrslunni sem ýtir undir ótta fólks við útlendinga og flóttafólk.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einstaklingum sem tengist skipulögðum glæpahópum hafi verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi meðal annars á grundvelli kynhneigðar og nokkrir karlmenn frá „íslömsku ríki“ hafi verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi. Lögreglumenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki skynsamlegt að ýta undir öryggisleysi fólks. Því fari fjarri að öryggi fólks á götum úti sé á einhvern hátt skert enda sé skipulögð brotastarfsemi sjaldnast sýnileg borgurum. Slík starfsemi varði ekki síður meðferð fjármuna og ólögmæts ávinnings af ólöglegum viðskiptum. Peningaþvætti og slík brot séu ekki framin í skuggalegum húsasundum og ógni ekki líkamlegu öryggi saklausra vegfarenda á götum borgarinnar. Innan lögregluembættanna furða menn sig einnig á því að hættumat sem þetta sé framkvæmt alfarið af embætti ríkislögreglustjóra án óháðra utanaðkomandi sérfræðinga. Á þessu áhættumati byggi ríkislögreglustjóri fjárþörf embættisins til að takast á við þá gífurlegu ógn sem hann hafi málað af stöðunni. Lögregluembættin um landið hljóti að bera skarðan hlut frá borði af fjárframlögum til lögreglu til að takast á við dagleg störf eins og umferðareftirlit, rannsóknir kynferðisbrotamála og annarra málaflokka sem mikil þörf sé á að setja í forgang.Ágreiningur um sérsveit á Akureyri Mikil óánægja ríkir innan lögreglunnar með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri.Mikil óánægja ríkir innan lögreglunnar með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnarFBL/ErnirÍ viðtali við Jón F. Bjartmarz, yfirmann sérsveitarinnar, í Morgunblaðinu í gær sagði Jón að ekki væru lengur faglegar forsendur fyrir því að dreifa sérsveitarmönnum um landið. Áður hefði almenna lögreglan enga burði haft til að sinna fyrstu viðbrögðum í vopnamálum en í dag réði almenna lögreglan fullkomlega við það hlutverk sem sérsveitarmenn höfðu áður á Akureyri. Lögreglumönnum hafi verið fjölgað, búnaður stórbættur og þjálfun aukin til að takast á við stærri og erfiðari verkefni. Þessu er almenna lögreglan ekki sammála ef marka má yfirlýsingu Lögreglufélags Norðurlands sem birtist í vikunni. Þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að sérsveitin verði aftur starfhæf á Akureyri eins og skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs geri ráð fyrir. Svör ríkislögreglustjóra hafa einnig verið á þá leið að illa gangi að manna stöður sérsveitarmanna á Akureyri. sérsveitarmenn þar hafi fengið framgang í starfi án þess að tekist hafi að ráða í stöðurnar í staðinn. Ekki fengust skýr svör um hvort veldur stöðunni á Akureyri; landsbyggðarflótti sérsveitarmanna eða faglegur forsendubrestur. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Djúpur ágreiningur milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta landsins hefur birst landsmönnum í umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga. Kvartanir lögreglumanna undan einelti ríkislögreglustjóra hafa verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu og þar kemur skipulag sérsveitarinnar einnig við sögu. Lögreglufélög um landið hafa ályktað á fundum og skorað á formann Landssambands lögreglumanna að standa í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra. Bílamál lögreglunnar virðast vera í algerum ólestri og eru að sliga lögregluembættin um landið. Lögreglustjórar kenna ríkislögreglustjóra um þann vanda. Sjálfur hefur hann óskað eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri bílamiðstöðvarinnar og á lögmæti aðgerða lögreglustjóra í bílamálum. Bráðabirgðalausn var samþykkt í dómsmálaráðuneytinu í gær þar sem æðstu embættismenn lögreglu funduðu um málið. Þá hefur yfirmaður miðlægu deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnt áherslur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi. Mjög skiptar skoðanir virðast þannig vera innan lögreglunnar um þá ógn sem landsmönnum stafar af slíkri brotastarfsemi á landinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að undirrót ágreiningsins sé í raun ágreiningur um ráðstöfun þeirra fjármuna sem veitt er til löggæslu úr ríkissjóði. Lögreglustjórar sem stýra embættum lögreglunnar um landið eru ósáttir við áherslur ríkislögreglustjóra gagnvart fjárveitingarvaldhöfum en hann einn hafi raunverulegan aðgang að þeim sem taki ákvarðanir þar að lútandi. Honum beri að gæta hagsmuna lögregluembættanna allra og tala þeirra máli við fjárveitingarvaldið en hann beiti sér meira fyrir eigið embætti en löggæsluna í landinu almennt.Ráðherra skar á hnútinn í gær Bílamiðstöð hefur verið starfrækt hjá ríkislögreglustjóra frá aldamótum og er markmið hennar að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og gjaldið sem embættin greiða fyrir bílana hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til bílamiðstöðvarinnar frá embættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmMikil óánægja er með þetta fyrirkomulag hjá lögregluembættunum um landið. Lýtur óánægjan annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum er, að þeirra sögn, ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna. Hins vegar gengur bæði seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra. Embættin úti á landi þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll með þeim áhrifum sums staðar að þak hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla sem hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Sérútbúnar lögreglubifreiðir eru dýrar og hafa nokkur embættanna brugðið á það ráð að notast við bílaleigubíla í stað þess að eiga viðskipti við ríkislögreglustjóra. Í einhverjum tilvikum hafi þessir bílar verið sérmerktir og notaðir í neyðarakstur. Ráðherra skar á hnútinn til bráðabrigða eftir fund með ríkislögreglustjóra og lögreglustjórum í gær með tímabundinni heimild til að sérmerkja bílaleigubíla til forgangsaksturs. Unnið verður áfram að framtíðarskipulagi bílamála lögreglunnar hjá ráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri hefur þegar óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki út rekstur bílamiðstöðvarinnar og svari því einnig hvort lögmætt sé að lögreglan noti bílaleigubíla með þessum hætti.Efasemdir um gífurlega ógn Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi er máluð mjög dökk mynd af stöðu mála og alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að náttúruhamförum frátöldum. Áhættan fari enn vaxandi og þá sérstaklega umsvif erlendra glæpahópa. Ekki eru allir lögreglumenn landsins sammála áherslum ríkislögreglustjóra í skýrslunni. Yfirmaður miðlægu deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til að mynda gagnrýnt það litla vægi sem íslenskir glæpahópar fá í skýrslunni í samanburði við erlenda glæpahópa. Þá hafa lögreglumenn gagnrýnt þann tón í skýrslunni sem ýtir undir ótta fólks við útlendinga og flóttafólk.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einstaklingum sem tengist skipulögðum glæpahópum hafi verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi meðal annars á grundvelli kynhneigðar og nokkrir karlmenn frá „íslömsku ríki“ hafi verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi. Lögreglumenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki skynsamlegt að ýta undir öryggisleysi fólks. Því fari fjarri að öryggi fólks á götum úti sé á einhvern hátt skert enda sé skipulögð brotastarfsemi sjaldnast sýnileg borgurum. Slík starfsemi varði ekki síður meðferð fjármuna og ólögmæts ávinnings af ólöglegum viðskiptum. Peningaþvætti og slík brot séu ekki framin í skuggalegum húsasundum og ógni ekki líkamlegu öryggi saklausra vegfarenda á götum borgarinnar. Innan lögregluembættanna furða menn sig einnig á því að hættumat sem þetta sé framkvæmt alfarið af embætti ríkislögreglustjóra án óháðra utanaðkomandi sérfræðinga. Á þessu áhættumati byggi ríkislögreglustjóri fjárþörf embættisins til að takast á við þá gífurlegu ógn sem hann hafi málað af stöðunni. Lögregluembættin um landið hljóti að bera skarðan hlut frá borði af fjárframlögum til lögreglu til að takast á við dagleg störf eins og umferðareftirlit, rannsóknir kynferðisbrotamála og annarra málaflokka sem mikil þörf sé á að setja í forgang.Ágreiningur um sérsveit á Akureyri Mikil óánægja ríkir innan lögreglunnar með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri.Mikil óánægja ríkir innan lögreglunnar með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnarFBL/ErnirÍ viðtali við Jón F. Bjartmarz, yfirmann sérsveitarinnar, í Morgunblaðinu í gær sagði Jón að ekki væru lengur faglegar forsendur fyrir því að dreifa sérsveitarmönnum um landið. Áður hefði almenna lögreglan enga burði haft til að sinna fyrstu viðbrögðum í vopnamálum en í dag réði almenna lögreglan fullkomlega við það hlutverk sem sérsveitarmenn höfðu áður á Akureyri. Lögreglumönnum hafi verið fjölgað, búnaður stórbættur og þjálfun aukin til að takast á við stærri og erfiðari verkefni. Þessu er almenna lögreglan ekki sammála ef marka má yfirlýsingu Lögreglufélags Norðurlands sem birtist í vikunni. Þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að sérsveitin verði aftur starfhæf á Akureyri eins og skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs geri ráð fyrir. Svör ríkislögreglustjóra hafa einnig verið á þá leið að illa gangi að manna stöður sérsveitarmanna á Akureyri. sérsveitarmenn þar hafi fengið framgang í starfi án þess að tekist hafi að ráða í stöðurnar í staðinn. Ekki fengust skýr svör um hvort veldur stöðunni á Akureyri; landsbyggðarflótti sérsveitarmanna eða faglegur forsendubrestur.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira