Trump tók sér hlé frá golfi til að hitta hóp barna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:41 Trump með nemendum og kennurum Clohanes National skólans á Írlandi. clohanes national school Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér. Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér.
Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira