Enski boltinn

Stjóri Leyton Orient og fyrr­verandi varnar­maður Totten­ham er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Getty
Justin Edinburgh, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Leyton Orient, er látinn, 49 ára að aldri. Edinburgh fékk hjartaáfall síðastliðinn mánudag og andaðist fyrr í dag að því er fram kemur í frétt BBC.

Edinburgh kom liði Orient aftur upp í D-deild ensku deildarkeppninnar á nýliðnu tímabili. Hann tók við liðinu árið 2017, en hafði þá áður meðal annars stýrt liðum Northampton, Gillingham og Newport County.

Á ferli sínum sem leikmaður varði hann lengstum tíma hjá Tottenham Hotspur, en hann spilaði í treyju hinna hvítklæddu á árunum 1990 til 2000 og spilaði með þeim 215 leiki, oftast í vinstri bakverði. Árið 2000 gekk hann til liðs við Portsmouth en yfirgaf suðurstrandarliðið árið 2003.

Edinburgh lætur eftir sig eiginkonuna Ketti og börnin Charlie og Cydnie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×