Stórátak í loftslagsmálum: Viðskiptavinum býðst að kolefnisjafna eldsneytiskaup Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 12:00 Orkan og Skeljungur bjóða öllum bíleigendum að kolefnisjafna tankinn með því að setja sjö krónur á hvern lítra. Orkan Einu stærsta átaki sem ráðist hefur verið í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi verður ýtt úr vör í dag að sögn stjórnarformanns Votlendissjóðs. Átakið felst í að viðskiptavinir Orkunnar geta kolefnisjafnað eldneytiskaup sín með því að gefa sjö krónur af hverjum lítra til Votlendissjóðs. Um tveir þriðju hlutar af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi kemur frá framræstu eða röskuðu votlendi en talið er að samanlagt sé votlendið um 34 þúsund kílómetrar. Votlendissjóður hefur það hlutverk að endurheimta votlendið og stöðva losunina. Forsvarsmenn Orkunnar og Votlendissjóðs hafa undirritað samning um kolefnisjöfnun. Eyþór Eðvarsson segir þetta eina stærstu aðgerð sem ráðist hefur verið í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Orkan og Skeljungur bjóða öllum bíleigendum að kolefnisjafna tankinn með því að setja sjö krónur á hvern lítra. Með þessu gefa þeir möguleika á að endurheimta alla þá losun sem þeir eru að kaupa. Rennur í votlendissjóðinn og við munum endurheimta votlendi til að stöðva þá losun. Þetta eru frábærar fréttir fyrir loftlagsmál hér á landi og munum geta gert stóra hluti fyrir loftslagsmál á Íslandi fyrir það fjármagn sem kemur þarna inn. Eyþór segir að með þessu verði hægt að ráðast í mun fleiri verkefni en áður hafði verið gert ráð fyrir og kallar eftir því að bændur sem eiga jarðir með votlendi hafi samband við sjóðinn. Við erum komin með töluvert magn af jörðum og vantar í raun bara jarðir núna og ef landeigendur eiga jarðir sem eru framræstar og vilja láta endurheimta þær þá hvetjum við þá til að hafa samband við votlendissjóðinn og þá látum við meta þær og förum svo í framkvæmdir til að fylla upp í og stöðva losunina. Hann segir mikilvægt að aðhafast strax í loftlagsmálum. „Maður vonar bara að landsmenn taki við sér og fari að huga að kolefnislosuninni taki þátt í þessu. Það er ekki tími til að bíða í loftlagsmálunum.“ Bensín og olía Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Einu stærsta átaki sem ráðist hefur verið í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi verður ýtt úr vör í dag að sögn stjórnarformanns Votlendissjóðs. Átakið felst í að viðskiptavinir Orkunnar geta kolefnisjafnað eldneytiskaup sín með því að gefa sjö krónur af hverjum lítra til Votlendissjóðs. Um tveir þriðju hlutar af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi kemur frá framræstu eða röskuðu votlendi en talið er að samanlagt sé votlendið um 34 þúsund kílómetrar. Votlendissjóður hefur það hlutverk að endurheimta votlendið og stöðva losunina. Forsvarsmenn Orkunnar og Votlendissjóðs hafa undirritað samning um kolefnisjöfnun. Eyþór Eðvarsson segir þetta eina stærstu aðgerð sem ráðist hefur verið í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Orkan og Skeljungur bjóða öllum bíleigendum að kolefnisjafna tankinn með því að setja sjö krónur á hvern lítra. Með þessu gefa þeir möguleika á að endurheimta alla þá losun sem þeir eru að kaupa. Rennur í votlendissjóðinn og við munum endurheimta votlendi til að stöðva þá losun. Þetta eru frábærar fréttir fyrir loftlagsmál hér á landi og munum geta gert stóra hluti fyrir loftslagsmál á Íslandi fyrir það fjármagn sem kemur þarna inn. Eyþór segir að með þessu verði hægt að ráðast í mun fleiri verkefni en áður hafði verið gert ráð fyrir og kallar eftir því að bændur sem eiga jarðir með votlendi hafi samband við sjóðinn. Við erum komin með töluvert magn af jörðum og vantar í raun bara jarðir núna og ef landeigendur eiga jarðir sem eru framræstar og vilja láta endurheimta þær þá hvetjum við þá til að hafa samband við votlendissjóðinn og þá látum við meta þær og förum svo í framkvæmdir til að fylla upp í og stöðva losunina. Hann segir mikilvægt að aðhafast strax í loftlagsmálum. „Maður vonar bara að landsmenn taki við sér og fari að huga að kolefnislosuninni taki þátt í þessu. Það er ekki tími til að bíða í loftlagsmálunum.“
Bensín og olía Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira