Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 13:21 Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Vísir/Getty Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00