Svona fór Tottenham í úrslitaleikinn: Mörk á ögurstundu, Llorente og hetjudáðir Moura | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2019 14:00 Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, smellir kossi á fyrirliðann Hugo Lloris eftir að Spurs tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. vísir/getty Tottenham leikur á morgun í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Andstæðingurinn, Liverpool, er öllu reyndari á þessu sviði og er í úrslitum Meistaradeildarinnar í níunda sinn. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolatino, heimavelli Atlético Madrid. Eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni benti fátt til þess að Tottenham færi í úrslit Meistaradeildarinnar. Spurs var aðeins með eitt stig og þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum gegn PSV Eindhoven í 4. umferð riðlakeppninnar var liðið 0-1 undir. En Harry Kane kom Tottenham til bjargar með tveimur mörkum. Tottenham vann Inter, 1-0, á Wembley og í lokaumferð riðlakeppninnar gerði Spurs jafntefli við Barcelona á Nývangi, 1-1. Spurs endaði með átta stig í riðlinum, líkt og Inter, en fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðis viðureignum liðanna. Í 16-liða úrslitunum sló Tottenham Borussia Dortmund út, 4-0 samanlagt.Llorente skorar markið dýrmæta gegn Manchester City.vísir/gettyEnglandsmeistarar Manchester City voru andstæðingar Tottenham í 8-liða úrslitunum. Son Heung-min tryggði Spurs sigur í fyrri leiknum á Tottenham vellinum, 1-0. Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, átti stóran þátt í sigrinum en hann varði vítaspyrnu Sergios Agüero í leiknum. Seinni leikurinn á Etihad byrjaði með þvílíkum látum og eftir 21 mínútu var staðan 3-2, City í vil. Agüero kom City í bílstjórasætið þegar hann kom liðinu í 4-2 á 59. mínútu en varamaðurinn Fernando Llorente skaut Spurs áfram þegar hann skoraði á 73. mínútu. Raheem Sterling skoraði fyrir City í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Einvígið fór 4-4 en Tottenham fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli.Moura fagnar markinu sem skaut Tottenham í úrslitaleikinn.vísir/gettyÍ undanúrslitunum mætti Tottenham spútnikliði Ajax. Hollendingarnir unnu fyrri leikinn í London, 0-1, og voru 2-0 yfir í hálfleik í þeim seinni í Amsterdam. Þá tók Moura til sinna ráða. Brassinn skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann svo markið sem tryggði Spurs farseðilinn til Madrídar. Öll 20 mörkin sem Tottenham hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45 Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00 Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30 Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53 Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Tottenham leikur á morgun í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Andstæðingurinn, Liverpool, er öllu reyndari á þessu sviði og er í úrslitum Meistaradeildarinnar í níunda sinn. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolatino, heimavelli Atlético Madrid. Eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni benti fátt til þess að Tottenham færi í úrslit Meistaradeildarinnar. Spurs var aðeins með eitt stig og þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum gegn PSV Eindhoven í 4. umferð riðlakeppninnar var liðið 0-1 undir. En Harry Kane kom Tottenham til bjargar með tveimur mörkum. Tottenham vann Inter, 1-0, á Wembley og í lokaumferð riðlakeppninnar gerði Spurs jafntefli við Barcelona á Nývangi, 1-1. Spurs endaði með átta stig í riðlinum, líkt og Inter, en fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðis viðureignum liðanna. Í 16-liða úrslitunum sló Tottenham Borussia Dortmund út, 4-0 samanlagt.Llorente skorar markið dýrmæta gegn Manchester City.vísir/gettyEnglandsmeistarar Manchester City voru andstæðingar Tottenham í 8-liða úrslitunum. Son Heung-min tryggði Spurs sigur í fyrri leiknum á Tottenham vellinum, 1-0. Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, átti stóran þátt í sigrinum en hann varði vítaspyrnu Sergios Agüero í leiknum. Seinni leikurinn á Etihad byrjaði með þvílíkum látum og eftir 21 mínútu var staðan 3-2, City í vil. Agüero kom City í bílstjórasætið þegar hann kom liðinu í 4-2 á 59. mínútu en varamaðurinn Fernando Llorente skaut Spurs áfram þegar hann skoraði á 73. mínútu. Raheem Sterling skoraði fyrir City í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Einvígið fór 4-4 en Tottenham fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli.Moura fagnar markinu sem skaut Tottenham í úrslitaleikinn.vísir/gettyÍ undanúrslitunum mætti Tottenham spútnikliði Ajax. Hollendingarnir unnu fyrri leikinn í London, 0-1, og voru 2-0 yfir í hálfleik í þeim seinni í Amsterdam. Þá tók Moura til sinna ráða. Brassinn skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann svo markið sem tryggði Spurs farseðilinn til Madrídar. Öll 20 mörkin sem Tottenham hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45 Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00 Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30 Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53 Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45
Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00
Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30
Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53
Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00
Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00
Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00
Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01
Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00