Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 10:05 Sár að fjallabaki. Umhverfisstofnun Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. „Náttúran skartar sínu fegursta og gestir himinlifandi yfir því að komast á hálendið svo snemma sumars. Með aukinni bílaumferð fylgja þó vandamál, ólöglegur utanvegaakstur sem er ein mesta ógnin gegn verndargildi friðlandsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Í eftirliti starfsmanna Umhverfisstofnunar um friðlandið þegar fjallvegir voru opnaðir í vor komu í ljós mörg ljót sár eftir utanvegaakstur sbr. mynd sem hér fylgir. Neikvæð áhrif utanvegaaksturs eru margvísleg; ásýnd svæðisins versnar til muna, hjólförin skilja eftir rákir eða sár í gróðursverðinum sem getur tekið tugi ára að jafna sig. Það skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi og síðast en ekki síst hafa þessi ummerki neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna í óbyggðum.“ Umhverfisstofnun segist hafa ásamt fleiri aðilum staðið fyrir átaki í að reyna að sporna við þessum ósóma sem skilað hefur nokkrum árangri. „Almenningur og ferðaþjónustufyrirtæki eru meðvitaðri um alvarleika málsins og taka þátt í að sporna við og upplýsa um ólöglegan utanvegaakstur. Einnig hefur landvarsla verið aukin á hálendinu, en betur má ef duga skal. Landverðir starfa einungis yfir sumartímann í 3-4 mánuði á ári en ferðamenn fara um hálendið allt árið um kring. Drjúgur tími landvarða yfir sumartímann fer í eftirlit og lagfæringar á sárum eftir utanvegaakstur en fæstir þeirra sem valda skemmdunum eru gripnir á vettvangi.“ Mikilvægt sé að efla enn frekar fræðslu um neikvæð áhrif utanvegaaksturs og ná til gesta áður en lagt er upp í ferðalag um náttúru Íslands. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. „Náttúran skartar sínu fegursta og gestir himinlifandi yfir því að komast á hálendið svo snemma sumars. Með aukinni bílaumferð fylgja þó vandamál, ólöglegur utanvegaakstur sem er ein mesta ógnin gegn verndargildi friðlandsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Í eftirliti starfsmanna Umhverfisstofnunar um friðlandið þegar fjallvegir voru opnaðir í vor komu í ljós mörg ljót sár eftir utanvegaakstur sbr. mynd sem hér fylgir. Neikvæð áhrif utanvegaaksturs eru margvísleg; ásýnd svæðisins versnar til muna, hjólförin skilja eftir rákir eða sár í gróðursverðinum sem getur tekið tugi ára að jafna sig. Það skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi og síðast en ekki síst hafa þessi ummerki neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna í óbyggðum.“ Umhverfisstofnun segist hafa ásamt fleiri aðilum staðið fyrir átaki í að reyna að sporna við þessum ósóma sem skilað hefur nokkrum árangri. „Almenningur og ferðaþjónustufyrirtæki eru meðvitaðri um alvarleika málsins og taka þátt í að sporna við og upplýsa um ólöglegan utanvegaakstur. Einnig hefur landvarsla verið aukin á hálendinu, en betur má ef duga skal. Landverðir starfa einungis yfir sumartímann í 3-4 mánuði á ári en ferðamenn fara um hálendið allt árið um kring. Drjúgur tími landvarða yfir sumartímann fer í eftirlit og lagfæringar á sárum eftir utanvegaakstur en fæstir þeirra sem valda skemmdunum eru gripnir á vettvangi.“ Mikilvægt sé að efla enn frekar fræðslu um neikvæð áhrif utanvegaaksturs og ná til gesta áður en lagt er upp í ferðalag um náttúru Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira