Rís upp til varnar skipverjum á Bíldsey Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 31. maí 2019 15:30 Ólafur segir það alvanalegt að hákarlar séu skornir úr netum við Íslandsstrendur og furðar sig á því að sjómenn skuli ekki koma fyrrverandi skipverjum á Bíldseynni til varnar með sannleikann að vopni. Ólafur Arnberg í Grindavík, sjómaður og útgerðarmaður til áratuga en er nú kominn í land, segir til háborinnar skammar að þremur skipverjum af Bíldsey hafi verið sagt upp störfum í kjölfar umdeilds atviks. Ólafur segir algengt að hákarlar séu skornir úr netum við Íslandsstrendur og furðar sig á því hvers vegna enginn hefur stigið fram og varið sjómennina með sannleikanum. Athygli vakti í vikunni þegar spurðist að skipverjar á Bíldsey hafi skorið sporð af hákarli og slepptu lausum við svo búið. Þeir birtu myndskeið af verknaðinum á netinu. Gríðarleg reiði braust út á samfélagsmiðlum og hafa skipverjarnir verið úthrópaðir sem dýraníðingar. Þremur skipverjum var í kjölfarið sagt upp störfum hjá útgerðinni. „Það eina sem er athugavert við þetta er að drengfíflin væru að taka myndir af sér. Þetta er eins allir Íslendingar að ef þeir sjá belju þá verða þeir að fá self með henni. Þetta er hlutur sem er að gerast mjög oft allt í kringum landið allt árið um kring við fiskveiðar. Það er ódrengilegt að hafa rekið drengina fyrir þetta og enn ódrengilegra fyrir aðra sem hafa staðið í því sama. Ég hef oft gert það,“ segir Ólafur sem furðar sig mjög á brottrekstrinum.Alvanalegt að skera þurfi hákarla Segir útgerðina varla vita mikið hvað gerist á sjónum, nema þeim sé meira umhugað um einhverja ímynd en sannleikann. „Maður hefur þurft að skera heilt þorskanet frá bátnum til að losna við helvítis beinhákarlinn. Hann fer svo með það á sporðinum, guð má vita hvert,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.En, var ekki meðal annars verið að gagnrýna það hvernig þeir gengu fram við þennan verknað og myndbirtinguna?Ólafur hefur verið til sjós í áratugi og segir það alvanalegt að hárkarlar séu skornir úr netum. Hann furðar sig á því að sjómenn hafi ekki manndóm í sér að rísa skipverjunum, sem nú eru úthrópaðir, til varnar.„Jú, það er náttúrlega bara einhver uppeldisbrestur. En, í sjálfu sér er ekkert betra að hlæja á þorrablótinu að hákarlinum sem var drekkt í trolli en þessu.“En, hlýtur utgerðin hefur einhverja ímynd að verja?„Sannleikurinn er alltaf bestur í allri ímynd. Ég hef ekki séð myndirnar ofan í kjölinn. En samkvæmt minni reynslu í gegnum tíðina, í fimmtíu ár, hefur hákarlinn sjálfur verið langt kominn með að saga sporðinn af sér sjálfur á línunni. Hann er ekkert ánægður með að vera fastur. En kominn með svöðusár. Þetta er mjög algengt. Og rosalegt helvíti að stéttin skuli ekki vera manndómsmeiri að grípa til varna fyrir þessa drengi, sem ég þekki ekki neitt, en þetta eru kannski ungir heimilisfeður. Og að menn skuli bara vera reknir eins og hundar fyrir svona lagað.“ Ólaf svíður að sjómenn hafi ekki komið hinum brottreknu kollegum sínum til hjálpar með að segja sannleikann í málinu.Svíður að sjómenn skuli ekki verja drenginaÞegar orð formanns sjómannasambandsins eru borin undir Ólaf, að hann hafi verið til sjós í rúm þrjátíu ár og aldrei séð annað eins og sjómenn séu miður sín vegna málsins, telur Ólafur hann vera að ljúga eða að hann hafi þá verið alveg undarlega heppinn að hafa aldrei rekið augu í slíkt. „Heldur þú að skipstjórinn á Bíldseynni hafi lagt fyrir hákarlinn að gamni sínu? Og sagt honum að flækja sig í línuna? Hann er ekki að leika sér að því að vefja línunni um hákarlinn. Hann sér um það sjálfur.“ Blaðamaðurinn hefur í sjálf sér ekki svör á reiðum höndum við spurningu Ólafs, en snýst þetta mál kannski ekki síður um það hvernig þeir hegðuðu sér?„Já, það er ámælisvert. Ég skil það eiginlega ekki. En, til að réttlæta það, alveg sama hvaða fíflagangur er í gangi, þá verða menn alltaf að fá selfí af sér við það. Og eitthvað sniðugt að senda það út í loftið. En, er réttlætanlegt að þessir menn, mig svíður, að aðrir hafi ekki komið þeim til varnar. Og sagt sannleikann. Því það er engan veginn stætt á að reka menn fyrir svona lagað. Ég hef verið skipstjóri og útgerðarmaður í áratugi. Og hef þurft að kveðja margan beinhákarlinn sem hefur þá stútað fyrir mér fullt af netum. Ég er ekkert einn um það.“ Ólafur telur þetta fyrst og síðast ljótan leik gagnvart sjómönnunum. „Þeir hefðu getað skorið á línuna og sent hann með flækjuna á eftir sér. Og hvað þýðir það? Það er sami glæpurinn. Þetta er ljótur leikur og strákarnir, með að birta mynd af sjálfum sér, hafa orðið sér til skammar. Bara fyrir það. En, allt hitt er vel þekkt. Og ég skal standa uppi í hárinu á hvaða sjómanni sem er sem heldur því fram að svona hafi aldrei gerst.“ Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. 29. maí 2019 16:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Ólafur Arnberg í Grindavík, sjómaður og útgerðarmaður til áratuga en er nú kominn í land, segir til háborinnar skammar að þremur skipverjum af Bíldsey hafi verið sagt upp störfum í kjölfar umdeilds atviks. Ólafur segir algengt að hákarlar séu skornir úr netum við Íslandsstrendur og furðar sig á því hvers vegna enginn hefur stigið fram og varið sjómennina með sannleikanum. Athygli vakti í vikunni þegar spurðist að skipverjar á Bíldsey hafi skorið sporð af hákarli og slepptu lausum við svo búið. Þeir birtu myndskeið af verknaðinum á netinu. Gríðarleg reiði braust út á samfélagsmiðlum og hafa skipverjarnir verið úthrópaðir sem dýraníðingar. Þremur skipverjum var í kjölfarið sagt upp störfum hjá útgerðinni. „Það eina sem er athugavert við þetta er að drengfíflin væru að taka myndir af sér. Þetta er eins allir Íslendingar að ef þeir sjá belju þá verða þeir að fá self með henni. Þetta er hlutur sem er að gerast mjög oft allt í kringum landið allt árið um kring við fiskveiðar. Það er ódrengilegt að hafa rekið drengina fyrir þetta og enn ódrengilegra fyrir aðra sem hafa staðið í því sama. Ég hef oft gert það,“ segir Ólafur sem furðar sig mjög á brottrekstrinum.Alvanalegt að skera þurfi hákarla Segir útgerðina varla vita mikið hvað gerist á sjónum, nema þeim sé meira umhugað um einhverja ímynd en sannleikann. „Maður hefur þurft að skera heilt þorskanet frá bátnum til að losna við helvítis beinhákarlinn. Hann fer svo með það á sporðinum, guð má vita hvert,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.En, var ekki meðal annars verið að gagnrýna það hvernig þeir gengu fram við þennan verknað og myndbirtinguna?Ólafur hefur verið til sjós í áratugi og segir það alvanalegt að hárkarlar séu skornir úr netum. Hann furðar sig á því að sjómenn hafi ekki manndóm í sér að rísa skipverjunum, sem nú eru úthrópaðir, til varnar.„Jú, það er náttúrlega bara einhver uppeldisbrestur. En, í sjálfu sér er ekkert betra að hlæja á þorrablótinu að hákarlinum sem var drekkt í trolli en þessu.“En, hlýtur utgerðin hefur einhverja ímynd að verja?„Sannleikurinn er alltaf bestur í allri ímynd. Ég hef ekki séð myndirnar ofan í kjölinn. En samkvæmt minni reynslu í gegnum tíðina, í fimmtíu ár, hefur hákarlinn sjálfur verið langt kominn með að saga sporðinn af sér sjálfur á línunni. Hann er ekkert ánægður með að vera fastur. En kominn með svöðusár. Þetta er mjög algengt. Og rosalegt helvíti að stéttin skuli ekki vera manndómsmeiri að grípa til varna fyrir þessa drengi, sem ég þekki ekki neitt, en þetta eru kannski ungir heimilisfeður. Og að menn skuli bara vera reknir eins og hundar fyrir svona lagað.“ Ólaf svíður að sjómenn hafi ekki komið hinum brottreknu kollegum sínum til hjálpar með að segja sannleikann í málinu.Svíður að sjómenn skuli ekki verja drenginaÞegar orð formanns sjómannasambandsins eru borin undir Ólaf, að hann hafi verið til sjós í rúm þrjátíu ár og aldrei séð annað eins og sjómenn séu miður sín vegna málsins, telur Ólafur hann vera að ljúga eða að hann hafi þá verið alveg undarlega heppinn að hafa aldrei rekið augu í slíkt. „Heldur þú að skipstjórinn á Bíldseynni hafi lagt fyrir hákarlinn að gamni sínu? Og sagt honum að flækja sig í línuna? Hann er ekki að leika sér að því að vefja línunni um hákarlinn. Hann sér um það sjálfur.“ Blaðamaðurinn hefur í sjálf sér ekki svör á reiðum höndum við spurningu Ólafs, en snýst þetta mál kannski ekki síður um það hvernig þeir hegðuðu sér?„Já, það er ámælisvert. Ég skil það eiginlega ekki. En, til að réttlæta það, alveg sama hvaða fíflagangur er í gangi, þá verða menn alltaf að fá selfí af sér við það. Og eitthvað sniðugt að senda það út í loftið. En, er réttlætanlegt að þessir menn, mig svíður, að aðrir hafi ekki komið þeim til varnar. Og sagt sannleikann. Því það er engan veginn stætt á að reka menn fyrir svona lagað. Ég hef verið skipstjóri og útgerðarmaður í áratugi. Og hef þurft að kveðja margan beinhákarlinn sem hefur þá stútað fyrir mér fullt af netum. Ég er ekkert einn um það.“ Ólafur telur þetta fyrst og síðast ljótan leik gagnvart sjómönnunum. „Þeir hefðu getað skorið á línuna og sent hann með flækjuna á eftir sér. Og hvað þýðir það? Það er sami glæpurinn. Þetta er ljótur leikur og strákarnir, með að birta mynd af sjálfum sér, hafa orðið sér til skammar. Bara fyrir það. En, allt hitt er vel þekkt. Og ég skal standa uppi í hárinu á hvaða sjómanni sem er sem heldur því fram að svona hafi aldrei gerst.“
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. 29. maí 2019 16:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. 29. maí 2019 16:00