Warren vill breyta lögum svo sækja megi forseta til saka Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 14:51 Warren er öldungadeildarþingmaður Massachusetts og frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Vísir/EPA Bandaríkjaþing ætti að samþykkja lög sem heimila dómsmálaráðuneytisins að sækja sitjandi forseta til saka. Þetta segir Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári. Ummæli Warren koma í kjölfar fyrstu opinberu yfirlýsingar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu á miðvikudag. Þar sagði Mueller skýrt að saksóknarar hans hefðu ekki geta ákært Donald Trump forseta fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna reglna ráðuneytisins um að ekki sé hægt á ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller sérstaklega fram að hefðu saksóknarar hans fundið skýrar vísbendingar um að forsetinn væri saklaus hefðu þeir lýst því yfir í skýrslu sinni. Það hafi þeir ekki gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram ranglega að skýrsla Mueller hafi hreinsað hann af allri sök. „Enginn forseti er ofar lögum. Þingið ætti að gera það ljóst að hægt sé að sækja forseta til saka fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ sagði Warren í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í forvalinu hafa almennt verið hikandi við tala opinberlega um að kæra Trump fyrir embættisbrot í þinginu. Warren hefur aftur á móti talað tæpitungulaust um það.Mueller las stutta yfirlýsingu á blaðmannafundi á miðvikudag, þá fyrstu frá því að hann tók við embætti sérstaka rannsakandans. Þar sagði hann að aldrei hafi komið til greina að ákæra Trump vegna reglna dómsmálaráðuneytisins.Vísir/EPASegir dómsmálaráðherrann hegða sér eins og persónulegan lögmann Trump Í skýrslu Mueller tók hann ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en lýsti ellefu dæmum þar sem hann reyndi að leggja stein í götu rannsóknarinnar. „Þegar alríkisstjórnin reyndi að rannsaka gerði Donald Trump allt sem í hans valdi stóð til að tefja, trufla og hindra þá rannsókna á annan hátt. Það er glæpur. Ef Donald Trump væri einhver annar en forseti Bandaríkjanna væri hann í handjárnum og ákærður,“ sagði í yfirlýsingu Warren. Þá deildi Warren á William Barr, dómsmálaráðherra, sem var skipaður af Trump. Barr hefur verið sakaður um að hafa gefið villandi mynd af niðurstöðum Mueller. Hann sagði meðal annars opinberlega að reglur ráðuneytisins hafi ekki verið ástæða þess að Mueller mælti ekki með að Trump yrði ákærður. Það virðist Mueller hafa hrakið í vikunni. Barr ákvað sjálfur að ekki væri tilefni til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar eftir að hann fékk skýrslu Mueller í hendur. Warren segir að Barr hafi hagað sér eins og persónulegur verjandi Trump frekar dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Bandaríkjaþing ætti að samþykkja lög sem heimila dómsmálaráðuneytisins að sækja sitjandi forseta til saka. Þetta segir Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári. Ummæli Warren koma í kjölfar fyrstu opinberu yfirlýsingar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu á miðvikudag. Þar sagði Mueller skýrt að saksóknarar hans hefðu ekki geta ákært Donald Trump forseta fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna reglna ráðuneytisins um að ekki sé hægt á ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller sérstaklega fram að hefðu saksóknarar hans fundið skýrar vísbendingar um að forsetinn væri saklaus hefðu þeir lýst því yfir í skýrslu sinni. Það hafi þeir ekki gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram ranglega að skýrsla Mueller hafi hreinsað hann af allri sök. „Enginn forseti er ofar lögum. Þingið ætti að gera það ljóst að hægt sé að sækja forseta til saka fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ sagði Warren í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í forvalinu hafa almennt verið hikandi við tala opinberlega um að kæra Trump fyrir embættisbrot í þinginu. Warren hefur aftur á móti talað tæpitungulaust um það.Mueller las stutta yfirlýsingu á blaðmannafundi á miðvikudag, þá fyrstu frá því að hann tók við embætti sérstaka rannsakandans. Þar sagði hann að aldrei hafi komið til greina að ákæra Trump vegna reglna dómsmálaráðuneytisins.Vísir/EPASegir dómsmálaráðherrann hegða sér eins og persónulegan lögmann Trump Í skýrslu Mueller tók hann ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en lýsti ellefu dæmum þar sem hann reyndi að leggja stein í götu rannsóknarinnar. „Þegar alríkisstjórnin reyndi að rannsaka gerði Donald Trump allt sem í hans valdi stóð til að tefja, trufla og hindra þá rannsókna á annan hátt. Það er glæpur. Ef Donald Trump væri einhver annar en forseti Bandaríkjanna væri hann í handjárnum og ákærður,“ sagði í yfirlýsingu Warren. Þá deildi Warren á William Barr, dómsmálaráðherra, sem var skipaður af Trump. Barr hefur verið sakaður um að hafa gefið villandi mynd af niðurstöðum Mueller. Hann sagði meðal annars opinberlega að reglur ráðuneytisins hafi ekki verið ástæða þess að Mueller mælti ekki með að Trump yrði ákærður. Það virðist Mueller hafa hrakið í vikunni. Barr ákvað sjálfur að ekki væri tilefni til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar eftir að hann fékk skýrslu Mueller í hendur. Warren segir að Barr hafi hagað sér eins og persónulegur verjandi Trump frekar dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30