Fótbolti

Enskur úrslitaleikur gefur extra kikk á Íslandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur, Hjörvar og Alfreð ræða málin á hliðarlínunni
Guðmundur, Hjörvar og Alfreð ræða málin á hliðarlínunni s2 sport
Einn stærsti verðlaunagripur fótboltans er í boði fyrir annað hvort Liverpool eða Tottenham annað kvöld þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Guðmundur Benediktsson er staddur í Madríd á Spáni þar sem úrslitaleikurinn fer fram og með honum eru knattspyrnusérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason og Alfreð Finnbogason, framherji íslenska karlalandsliðsins.

Tvö ensk lið eru að mætast í úrslitaleiknum í fyrsta skipti síðan árið 2008 þegar Manchester United og Chelsea áttust við.

„Sem Íslendingur að alast upp með enska boltann, það eru trúarbrögð á Íslandi. Það gefur þessu extra kikk á Íslandi,“ sagði Alfreð.

„Það eru miklar líkur á að Manchester City yrði hérna að ári eða tveimur, þeir eru bara með þannig lið,“ sagði Hjörvar. „Ég held að fótboltinn sé að fara í gegnum skemmtilega tíma núna.“

„Við erum með þessa Ronaldo Messi tíma en núna erum við að upplifa tímann eftir að þeir slökuðu aðeins á.“

Leikurinn fer fram á Wanda Metropolitano vellinum í Madrid, heimavelli Atletico Madrid, sem fyrir tveimur árum var frjálsíþróttavöllur.

Guðmundur, Hjörvar og Alfreð munu gera leiknum góð skil á morgun en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:15.



Klippa: Enskur úrslitaleikur gefur extra kikk á Íslandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×