Engar athugasemdir komið frá Ísrael Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. maí 2019 06:30 Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt. Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. „Það verður að koma í ljós hvort einhver viðbrögð berist en við eigum ekki von á að atvikið hafi áhrif á ágæt samskipti ríkjanna,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Uppátæki meðlima Hatara, að veifa Palestínufánum þegar stig Íslands voru kynnt, hefur vakið athygli víða um heim og hafa listamennirnir bæði verið hylltir og fordæmdir fyrir uppátækið. Enn er óvíst hvort einhverjir eftirmálar verða vegna atviksins innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að lempa ísraelsk stjórnvöld og leiðrétta misskilning um afstöðu íslenskra stjórnvalda til Ísraels. Gerðist það síðast árið 2015 þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að sniðganga ísraelskar vörur í mótmælaskyni. Þótt samskipti ríkjanna tveggja séu sögð ágæt hafa íslensk stjórnvöld ítrekað fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem gegnum tíðina og voru fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki með ályktun Alþingis árið 2011. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Palestína Utanríkismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. „Það verður að koma í ljós hvort einhver viðbrögð berist en við eigum ekki von á að atvikið hafi áhrif á ágæt samskipti ríkjanna,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Uppátæki meðlima Hatara, að veifa Palestínufánum þegar stig Íslands voru kynnt, hefur vakið athygli víða um heim og hafa listamennirnir bæði verið hylltir og fordæmdir fyrir uppátækið. Enn er óvíst hvort einhverjir eftirmálar verða vegna atviksins innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að lempa ísraelsk stjórnvöld og leiðrétta misskilning um afstöðu íslenskra stjórnvalda til Ísraels. Gerðist það síðast árið 2015 þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að sniðganga ísraelskar vörur í mótmælaskyni. Þótt samskipti ríkjanna tveggja séu sögð ágæt hafa íslensk stjórnvöld ítrekað fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem gegnum tíðina og voru fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki með ályktun Alþingis árið 2011.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Palestína Utanríkismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira