Guð minn almáttugur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. maí 2019 07:30 Spánverjar eiga það til að ákalla hið æðsta yfirvald í tíma og ótíma og mér, mórölskum mótmælandanum, fellur það þungt. Reyndar svo að ég er farinn að svara þessu liði af germanskri gamansemi, þannig að þegar þjakaður drykkjumaður kallar upp yfir sig „æ, senjor“ þá svara ég af yfirlæti: „Já, vinur, hvað var það?“ Þetta var skemmtilegur hrellileikur þar til hlutirnir snerust í höndunum á mér þar sem ég var á gangi úti á torgi en þá heyrði ég einhvern hrópa úr mannþrönginni: „Guð minn almáttugur!“ Og ég svaraði náttúrlega af glettni minni: „Já, hvað var það, vinur?“ Það stóð ekki á svari: „Komdu hérna!“ Ég gekk á hljóðið en brá í brún þegar ég stóð frammi fyrir viðmælanda mínum því hann var blindur og nánast bæði handa- og fótalaus. Á ég nú að standa einhver reikningsskil á þessum örlögum, hugsaði ég með mér meðan ónotatilfinningin var að kvelja mig. Hann er vís með að biðja um bætur eða annað líf. En þetta fór betur en á horfðist því hann sagði að ég væri greinilega gamansamur og bauð mér að verða gjafmildur líka og setja eitthvað í baukinn sinn. Ég vildi endilega standa undir gullhömrunum svo ég spurði hvort hann tæki kreditkort. Úr varð hinn skemmtilegasti fundur sem fékk mig til að velta vöngum yfir því af hverju ég hef átt það til að forðast fólk sem örlögin hafa leikið grátt og fundist einsog ég skuldaði því eitthvað. En kannski skuldum við því einungis það að taka þeim eins og hverri annarri manneskju. Ég breyttist því eftir fund þennan. En hitt breytist ekkert og Spánverjar halda áfram að ákalla Guð og nú alveg óáreittir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Spánverjar eiga það til að ákalla hið æðsta yfirvald í tíma og ótíma og mér, mórölskum mótmælandanum, fellur það þungt. Reyndar svo að ég er farinn að svara þessu liði af germanskri gamansemi, þannig að þegar þjakaður drykkjumaður kallar upp yfir sig „æ, senjor“ þá svara ég af yfirlæti: „Já, vinur, hvað var það?“ Þetta var skemmtilegur hrellileikur þar til hlutirnir snerust í höndunum á mér þar sem ég var á gangi úti á torgi en þá heyrði ég einhvern hrópa úr mannþrönginni: „Guð minn almáttugur!“ Og ég svaraði náttúrlega af glettni minni: „Já, hvað var það, vinur?“ Það stóð ekki á svari: „Komdu hérna!“ Ég gekk á hljóðið en brá í brún þegar ég stóð frammi fyrir viðmælanda mínum því hann var blindur og nánast bæði handa- og fótalaus. Á ég nú að standa einhver reikningsskil á þessum örlögum, hugsaði ég með mér meðan ónotatilfinningin var að kvelja mig. Hann er vís með að biðja um bætur eða annað líf. En þetta fór betur en á horfðist því hann sagði að ég væri greinilega gamansamur og bauð mér að verða gjafmildur líka og setja eitthvað í baukinn sinn. Ég vildi endilega standa undir gullhömrunum svo ég spurði hvort hann tæki kreditkort. Úr varð hinn skemmtilegasti fundur sem fékk mig til að velta vöngum yfir því af hverju ég hef átt það til að forðast fólk sem örlögin hafa leikið grátt og fundist einsog ég skuldaði því eitthvað. En kannski skuldum við því einungis það að taka þeim eins og hverri annarri manneskju. Ég breyttist því eftir fund þennan. En hitt breytist ekkert og Spánverjar halda áfram að ákalla Guð og nú alveg óáreittir.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar