Viðskipti innlent

Frjálsi kominn í hóp stærstu hluthafa Arion

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán
Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar, hefur bætt við sig í bankanum og fer nú með 1,18 prósenta hlut í honum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Er eignarhlutur lífeyrissjóðsins metinn á liðlega 1,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum.

Til viðbótar hafa Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stapi lífeyrissjóður bætt lítillega við sig í Arion banka og fer sá fyrrnefndi nú með 2,0 prósenta hlut og sá síðarnefndi 1,2 prósenta hlut.

Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu seldi breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hátt í þriggja prósenta hlut í bankanum fyrir um fjóra milljarða króna í síðustu viku. Eftir söluna fer sjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í mars árið 2017, með um 2,9 prósenta hlut í bankanum.


Tengdar fréttir

Attestor selur í Arion fyrir fjóra milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi í gær hátt í þriggja prósenta hlut í Arion banka fyrir um fjóra milljarða króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 2,8 prósenta hlut í bankanum.

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×