Allt í járnum í Austrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Kyle Lowry var einbeittur og afskastamikill í leiknum í nótt. Getty/Frank Gunn Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019 NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira