Allt í járnum í Austrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Kyle Lowry var einbeittur og afskastamikill í leiknum í nótt. Getty/Frank Gunn Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira