Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:09 Ingvar E. Sigurðsson í Cannes ásamt Ídu Mekkín Hlynsdóttur, sem fer með hlutverk dóttur hans í myndinni. Mynd/Pierre Caudevelle Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar. Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar.
Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56
Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30