Væntingar um veður Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 23. maí 2019 07:00 Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar