Áratugalangri deilu The Rolling Stones og The Verve lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 20:30 Richard Ashcroft fékk sínu framgengt eftir 22 ár. Vísir/Getty Í 22 ár hefur Richard Ashcroft, söngvari The Verve, mátt þola það að sjá allar tekjur vegna Bittersweet Symphony, vinsælasta lags hljómsveitarinnar, renna í aðra vasa en hans eigin. Nú verður hins vegar breyting á eftir að Mick Jagger og Keith Richards samþykktu að binda enda á deiluna.Þetta tilkynnti söngvari Ashcroft, söngvari The Verve, er hann tók heiðursverðlanum á Ivor Novello-verðlaunahátíðinni í Bretlandi í dag. Jagger og Richards hafa samþykkt að framvegis renni allar höfundargreiðslur vegna lagsins til hljómsveitarmeðlima The Verve. Forsagan er þessi. Árið 1997 fóru meðlimir The Verve fram á það við The Rolling Stones að fá að nota stuttan hljóðbút úr sinfóníuútgáfu af laginu The Last Time, sem Jagger og Richards sömdu árið 1965. Vildu Ashcroft og félagar nota hljóðbútinn í lagið sem varð að The Bittersweet Symphony. Stuttu eftir að lagið kom út hófust hins vegar deilurnar. Allen Klein, framkvæmdastjóri Rolling Stones hélt því fram að The Verve hefði brotið samkomulagið með því að nota mun lengri bút en samið var um. Fyrirtæki hans átti réttinn að öllum lögum sem Rolling Stones samdi fyrir árið 1970, þar á meðal The Last Time. Fór hann því í mál við The Verve.Sárnaði að sjá Jagger og Richards skráða fyrir laginu á Grammy-verðlaununum Hljómsveitarmeðlimir The Verve neyddust til þess að gefa frá sér höfundarréttargreiðslur vegna lagsins, eitthvað sem þeir hafa verið bitrir yfir alla tíð síðan. Eftir dómsmálið voru Richards og Jagger einnig skráðir sem höfundar lagsins, ásamt Ashcroft.Áttu hljómsveitarmeðlimir sérstaklega erfitt með að sætta sig við að þegar lagið var tilnefnt sem besta lag ársins á Grammy-verðlaununum, var lagið skráð á Jagger og Richards.„Þetta er besta lag sem Jagger og Richards hafa samið í tuttugu ár,“ sagði Ashcroft eftir að niðurstaða komst í dómsmálið. En nú virðist hins vegar búið að leysa úr deilunni og höfundarrétturinn kominn aftur heim, ef svo má að orði komast.„Frá og með síðasta mánuði hafa Mick Jagger og Keith Richards gefið frá sér höfundarréttargreiðslur vegna Bittersweet Symphony,“ sagði Ashcroft er hann tók við verðlaununum. Sagðist hann í raun aldrei hafa verið reiðir út í þá félaga, mun frekar út í Klein sem höfðaði málið til að byrja með.Þá þakkaði hann Jagger og Richards fyrir að viðurkenna loks að hann væri ábyrgur fyrir því að semja þetta „andskotans meistarastykki“. Bretland Menning Tengdar fréttir Íslandsvinurinn Richard Ashcroft lætur internettröllin heyra það Rokkarinn og Íslandsvinurinn Richard Ashcroft úr The Verve fór mikinn á myndbandi (sem nú er búið að eyða) á Instagram-reikningi sínum þar sem hann húðskammaði internettröll. 25. september 2018 06:15 Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. 5. apríl 2019 23:03 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í 22 ár hefur Richard Ashcroft, söngvari The Verve, mátt þola það að sjá allar tekjur vegna Bittersweet Symphony, vinsælasta lags hljómsveitarinnar, renna í aðra vasa en hans eigin. Nú verður hins vegar breyting á eftir að Mick Jagger og Keith Richards samþykktu að binda enda á deiluna.Þetta tilkynnti söngvari Ashcroft, söngvari The Verve, er hann tók heiðursverðlanum á Ivor Novello-verðlaunahátíðinni í Bretlandi í dag. Jagger og Richards hafa samþykkt að framvegis renni allar höfundargreiðslur vegna lagsins til hljómsveitarmeðlima The Verve. Forsagan er þessi. Árið 1997 fóru meðlimir The Verve fram á það við The Rolling Stones að fá að nota stuttan hljóðbút úr sinfóníuútgáfu af laginu The Last Time, sem Jagger og Richards sömdu árið 1965. Vildu Ashcroft og félagar nota hljóðbútinn í lagið sem varð að The Bittersweet Symphony. Stuttu eftir að lagið kom út hófust hins vegar deilurnar. Allen Klein, framkvæmdastjóri Rolling Stones hélt því fram að The Verve hefði brotið samkomulagið með því að nota mun lengri bút en samið var um. Fyrirtæki hans átti réttinn að öllum lögum sem Rolling Stones samdi fyrir árið 1970, þar á meðal The Last Time. Fór hann því í mál við The Verve.Sárnaði að sjá Jagger og Richards skráða fyrir laginu á Grammy-verðlaununum Hljómsveitarmeðlimir The Verve neyddust til þess að gefa frá sér höfundarréttargreiðslur vegna lagsins, eitthvað sem þeir hafa verið bitrir yfir alla tíð síðan. Eftir dómsmálið voru Richards og Jagger einnig skráðir sem höfundar lagsins, ásamt Ashcroft.Áttu hljómsveitarmeðlimir sérstaklega erfitt með að sætta sig við að þegar lagið var tilnefnt sem besta lag ársins á Grammy-verðlaununum, var lagið skráð á Jagger og Richards.„Þetta er besta lag sem Jagger og Richards hafa samið í tuttugu ár,“ sagði Ashcroft eftir að niðurstaða komst í dómsmálið. En nú virðist hins vegar búið að leysa úr deilunni og höfundarrétturinn kominn aftur heim, ef svo má að orði komast.„Frá og með síðasta mánuði hafa Mick Jagger og Keith Richards gefið frá sér höfundarréttargreiðslur vegna Bittersweet Symphony,“ sagði Ashcroft er hann tók við verðlaununum. Sagðist hann í raun aldrei hafa verið reiðir út í þá félaga, mun frekar út í Klein sem höfðaði málið til að byrja með.Þá þakkaði hann Jagger og Richards fyrir að viðurkenna loks að hann væri ábyrgur fyrir því að semja þetta „andskotans meistarastykki“.
Bretland Menning Tengdar fréttir Íslandsvinurinn Richard Ashcroft lætur internettröllin heyra það Rokkarinn og Íslandsvinurinn Richard Ashcroft úr The Verve fór mikinn á myndbandi (sem nú er búið að eyða) á Instagram-reikningi sínum þar sem hann húðskammaði internettröll. 25. september 2018 06:15 Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. 5. apríl 2019 23:03 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslandsvinurinn Richard Ashcroft lætur internettröllin heyra það Rokkarinn og Íslandsvinurinn Richard Ashcroft úr The Verve fór mikinn á myndbandi (sem nú er búið að eyða) á Instagram-reikningi sínum þar sem hann húðskammaði internettröll. 25. september 2018 06:15
Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. 5. apríl 2019 23:03