1096 dagar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 07:00 Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar