Vilja klára meðferðarkjarna áður en kjöt er flutt inn 24. maí 2019 06:00 Stjórn Læknafélags Íslands vill bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til að nýr meðferðarkjarni Landspítala er tilbúinn. Það húsnæði er enn í smíðum. Fréttablaðið/Anton Brink Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira