Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2019 10:00 Björgvin í leik með KR gegn ÍBV. vísir/bára Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira