Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2019 19:45 Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. Skipin mega nú þegar ekki brenna svartolíu við hafnir en samkvæmt reglugerðardrögum sem voru birt í morgun má hlutfall brennisteins í skipaeldsneyti sem er notað innan landhelginnar einungis vera 0,1% Það útilokar í raun svartolíu nema sérstakur hreinsunarbúnaður sé notaður. Umsagnarfrestur er til 7. júní og á reglugerðin að taka gildi 1. janúar 2020. Svartolían er óhreinasta skipaolían og í reyknum sem myndast við brennsluna eru örsmár sótagnir sem berast meðal annars í öndunarfæri. „Þetta er loftgæðamál en þetta er líka loftslagsmál. Það er sót sem kemur af brennslu svartolíunnar og það legst meðal annars á jökla og getur haft áhrif á þá varðandi bráðnun," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þeirra skipa sem sigla um íslenska landhelgi brenna svartolíu en í skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að svartolía var um fjórðungur af heildarsölu á skipaolíu árið 2017. Yfir nokkurra ára tímabil hefur notkunin dregist aðeins saman.Svartolía telur tæpan helming olínotkunar Eimskipa.Tonn af svartolíu er um tvö hundruð dollurum ódýrari en af gasolíu og mun breytingin hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fjölmörg fyrirtæki, líkt og Eimskip og Samskip. Svartolía telur tæpan helming olíunotkunar Eimskipa. Félagið mun setja hreinsibúnað í skipið Lagarfoss í haust og getur því haldið áfram að keyra á svartolíu að því leyti. Þá verða tvö skip sem koma til landsins í árslok einnig með búnaðinn. Áætluð kostnaðaraukning er þó metin á um 320 til 420 milljónir króna á ári. Umhverfisráðherra skoðaði að takmarka bannið við tiltekna firði eða svæði við landið en ákvað að ganga lengra. „Ég tel að Ísland sé að skipa sér hér í fremsta flokk þegar kemur að þessum málum. Svo vonast ég líka að með svona aðgerðum sé verið að búa til hvata til þess að ráðist verði í þróun á umhverfisvænni eldsneyti fyrir skip," segir Guðmundur Ingi. Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. Skipin mega nú þegar ekki brenna svartolíu við hafnir en samkvæmt reglugerðardrögum sem voru birt í morgun má hlutfall brennisteins í skipaeldsneyti sem er notað innan landhelginnar einungis vera 0,1% Það útilokar í raun svartolíu nema sérstakur hreinsunarbúnaður sé notaður. Umsagnarfrestur er til 7. júní og á reglugerðin að taka gildi 1. janúar 2020. Svartolían er óhreinasta skipaolían og í reyknum sem myndast við brennsluna eru örsmár sótagnir sem berast meðal annars í öndunarfæri. „Þetta er loftgæðamál en þetta er líka loftslagsmál. Það er sót sem kemur af brennslu svartolíunnar og það legst meðal annars á jökla og getur haft áhrif á þá varðandi bráðnun," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þeirra skipa sem sigla um íslenska landhelgi brenna svartolíu en í skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að svartolía var um fjórðungur af heildarsölu á skipaolíu árið 2017. Yfir nokkurra ára tímabil hefur notkunin dregist aðeins saman.Svartolía telur tæpan helming olínotkunar Eimskipa.Tonn af svartolíu er um tvö hundruð dollurum ódýrari en af gasolíu og mun breytingin hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fjölmörg fyrirtæki, líkt og Eimskip og Samskip. Svartolía telur tæpan helming olíunotkunar Eimskipa. Félagið mun setja hreinsibúnað í skipið Lagarfoss í haust og getur því haldið áfram að keyra á svartolíu að því leyti. Þá verða tvö skip sem koma til landsins í árslok einnig með búnaðinn. Áætluð kostnaðaraukning er þó metin á um 320 til 420 milljónir króna á ári. Umhverfisráðherra skoðaði að takmarka bannið við tiltekna firði eða svæði við landið en ákvað að ganga lengra. „Ég tel að Ísland sé að skipa sér hér í fremsta flokk þegar kemur að þessum málum. Svo vonast ég líka að með svona aðgerðum sé verið að búa til hvata til þess að ráðist verði í þróun á umhverfisvænni eldsneyti fyrir skip," segir Guðmundur Ingi.
Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira