Óttast áhrif afsagnar Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2019 07:30 Ræða Theresu May er hún tilkynnti um að hún myndi stíga til hliðar var afar tilfinningaþrungin. Vísir/EPA Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15