Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 20:45 Nancy er valdamesti demókratinn sem situr í embætti í dag í Bandaríkjunum. Getty/NurPhoto. Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook mun ekki taka falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, úr dreifingu á samfélagsmiðlinum. Falsaða myndbandið lætur líta út fyrir að Pelosi hafi verið drukkinn á fundi en yfirmaður hjá Facebook segir að notendur verði að ákveða fyrir sig hverju þeir ákveðið að trúa.Milljónir hafa horft á myndbandið en líkt og sjá má hér að neðan er búið að hægja á því þannig að Pelosi hljómar eins og hún sé drukkin. Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur undanfarna daga tekið slaginn við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og hafaþau skipst á skotumí gegnum fjölmiðla eftir harðardeilur forsetans við demókrata á þingi.Ekki fer á milli mála að búið er að eiga við myndbandið en þrátt fyrir hefur því verið deilt víða um heim frá því að Facebook-síðan Politics Watchdog deildi myndbandinu í vikunni. Hefur myndbandinu verið deilt þaðan 47 þúsund sinnum. Þaðan fór myndbandið á aðra samfélagsmiðla sem, líkt og Facebook, hafa ekki orðið við kröfum þingmanna og almennings um að myndbandið verði tekið niður, ef frá er talin myndbandasíðan YouTube sem fjarlægt hefur myndbandið.Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna.Facebook ekki fréttasíða Monika Bickert, aðstoðarforstjóri hjá Facebook, var krafinn um svör af hverju myndbandið hafi ekki verið tekið niður er hún mætti til Anderson Cooper hjá CNN. Þar sagði hún að eftir að samtök sem sérhæfa sig í því að sannreyna sannleiksgildi fullyrðinga og myndbanda á borð við þetta hafi sannreynt að um fölsun hafi verið að ræða, hafi Facebook ákveðið að draga úr sýnileika myndbandsins, með öðrum orðum, dregið var úr því hversu hratt myndbandið dreifðist um Facebook. Hún varði ákvörðun Facebook um að taka myndbandið ekki niður. „Við teljum að það sé mikilvægt fyrir almenning að þau taki upplýsta ákvörðun um hverju þau ákveðið að trúa. Okkar starf snýst um að þau sé að fá réttar upplýsingar,“ sagði hún í viðtali við Cooper.In a CNN Exclusive, Monika Bickert, Facebook VP for Product Policy and Counterterrorism, explains why the social media site hasn't removed a manipulated video of House Speaker Nancy Pelosi. https://t.co/tr9QRDcAZEpic.twitter.com/fOeMQaepSu — Anderson Cooper 360° (@AC360) May 25, 2019 Cooper gagnrýndi þessa afstöðu Bickert og sagði hann að þar sem Facebook græddi peninga á því að dreifa fréttaefni yrði fyrirtækið að standa sig í stykkinu og ganga úr skugga um að fölsuðu efni sem liti út fyrir að vera fréttatengt væri ekki dreift á samfélagsmiðlinu.Í frétt Washington Post segir að þegar smellt sé á myndbandið sjálft á síðu Politics Watchdog sé ekkert sem gefi notendum Facebook til kynna að um falsað efni sé að ræða. Þar er tekið dæmi um nýlegar athugasemdir notenda þar sem notendur spyrja af hverju Pelosi hafi ekki verið handtekinn fyrir að hafa verið drukkin við störf sem alríkisstarfsmaður, sem bendi til þess að jafnvel þótt bent hafi verið á að myndbandið sé falsað hafi margir sem horft hafi á myndbandið ákveðið að trúa því að Pelosi hafi verið drukkin. Bandaríkin Donald Trump Facebook Tækni Tengdar fréttir Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook mun ekki taka falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, úr dreifingu á samfélagsmiðlinum. Falsaða myndbandið lætur líta út fyrir að Pelosi hafi verið drukkinn á fundi en yfirmaður hjá Facebook segir að notendur verði að ákveða fyrir sig hverju þeir ákveðið að trúa.Milljónir hafa horft á myndbandið en líkt og sjá má hér að neðan er búið að hægja á því þannig að Pelosi hljómar eins og hún sé drukkin. Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur undanfarna daga tekið slaginn við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og hafaþau skipst á skotumí gegnum fjölmiðla eftir harðardeilur forsetans við demókrata á þingi.Ekki fer á milli mála að búið er að eiga við myndbandið en þrátt fyrir hefur því verið deilt víða um heim frá því að Facebook-síðan Politics Watchdog deildi myndbandinu í vikunni. Hefur myndbandinu verið deilt þaðan 47 þúsund sinnum. Þaðan fór myndbandið á aðra samfélagsmiðla sem, líkt og Facebook, hafa ekki orðið við kröfum þingmanna og almennings um að myndbandið verði tekið niður, ef frá er talin myndbandasíðan YouTube sem fjarlægt hefur myndbandið.Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna.Facebook ekki fréttasíða Monika Bickert, aðstoðarforstjóri hjá Facebook, var krafinn um svör af hverju myndbandið hafi ekki verið tekið niður er hún mætti til Anderson Cooper hjá CNN. Þar sagði hún að eftir að samtök sem sérhæfa sig í því að sannreyna sannleiksgildi fullyrðinga og myndbanda á borð við þetta hafi sannreynt að um fölsun hafi verið að ræða, hafi Facebook ákveðið að draga úr sýnileika myndbandsins, með öðrum orðum, dregið var úr því hversu hratt myndbandið dreifðist um Facebook. Hún varði ákvörðun Facebook um að taka myndbandið ekki niður. „Við teljum að það sé mikilvægt fyrir almenning að þau taki upplýsta ákvörðun um hverju þau ákveðið að trúa. Okkar starf snýst um að þau sé að fá réttar upplýsingar,“ sagði hún í viðtali við Cooper.In a CNN Exclusive, Monika Bickert, Facebook VP for Product Policy and Counterterrorism, explains why the social media site hasn't removed a manipulated video of House Speaker Nancy Pelosi. https://t.co/tr9QRDcAZEpic.twitter.com/fOeMQaepSu — Anderson Cooper 360° (@AC360) May 25, 2019 Cooper gagnrýndi þessa afstöðu Bickert og sagði hann að þar sem Facebook græddi peninga á því að dreifa fréttaefni yrði fyrirtækið að standa sig í stykkinu og ganga úr skugga um að fölsuðu efni sem liti út fyrir að vera fréttatengt væri ekki dreift á samfélagsmiðlinu.Í frétt Washington Post segir að þegar smellt sé á myndbandið sjálft á síðu Politics Watchdog sé ekkert sem gefi notendum Facebook til kynna að um falsað efni sé að ræða. Þar er tekið dæmi um nýlegar athugasemdir notenda þar sem notendur spyrja af hverju Pelosi hafi ekki verið handtekinn fyrir að hafa verið drukkin við störf sem alríkisstarfsmaður, sem bendi til þess að jafnvel þótt bent hafi verið á að myndbandið sé falsað hafi margir sem horft hafi á myndbandið ákveðið að trúa því að Pelosi hafi verið drukkin.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Tækni Tengdar fréttir Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02