Næturþing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:00 Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað.
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar