Innlent

Rak á land við Granda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd af dýrinu í sjónum þar sem það er nánast komið upp í land við Granda.
Mynd af dýrinu í sjónum þar sem það er nánast komið upp í land við Granda. vísir/vilhelm
Dauða hrefnu rak á land við Granda nú skömmu eftir hádegi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um málið upp úr klukkan 12:30.

Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur verið gert viðvart.

Stór belgur er utan á hrefnunni sem er efri hluti höfuðsins að sögn Sverris Tryggvasonar, skipstjóra hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, en hann sá hrefnuna fyrst á laugardag úti á Faxaflóa þegar hann var í túr þar. Hann telur að hún hafi þá verið tiltölulega nýdauð.

 

Frá vettvangi nú fyrir skömmu.
Fréttin hefur verið uppfærð.

Lögreglan var kölluð út um klukkan 12:30 vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×