Bíó og sjónvarp

Krúnuleikastjarna í streitumeðferð

Kjartan Kjartansson skrifar
Harrington lék í Krúnuleikunum allt frá fyrsta þættinum til þess síðasta.
Harrington lék í Krúnuleikunum allt frá fyrsta þættinum til þess síðasta. Vísir/EPA
Persónuleg vandamál eru sögð ástæða þess að enski leikarinn Kit Harrington innritaði sig á heilsuhæli fyrir sex vikum. Harrington, sem er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Krúnuleikunum, er sagður fá meðferð þar vegna streitu.

Í viðtali í tengslum við síðasta þátt Krúnuleikanna á dögunum sagðist Harrington, sem leikur Jon Snow, hafa fengið yfir sig tilfinningaflóð þegar tökum lauk.

„Ég brotnaði bara niður. Þetta var áhlaup léttis og sorgar yfir því að geta ekki gert þetta aftur,“ sagði Harrington um tilfinninguna þegar hann hafði leikið í sínu síðasta atriði í áttundu og síðustu þáttaröðinni.

Harrington, sem er 32 ára gamall, sást fella tár þegar hann frétti af örlögum persónu sinnar í heimildarmynd um lokaþáttaröðina sem sýnd var á sunnudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.