Happaskórnir eyðilögðust Benedikt Bóas skrifar 29. maí 2019 12:30 Jack Grealish er greinilega mjög hjátrúarfullur en fyrir utan að spila í nánast handónýtum skóm var hann að sjálfsögðu með barnalegghlífarnar um sköflunginn og sokkana niðri. Nokkuð sem hann neitar að breyta. Getty/Malcolm Couzens Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Sjá meira
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Sjá meira