Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:00 Brynjar og Matthías Orri taka í spaðann á Böðvari E. Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR. Jakob er á skjánum í bakgrunni. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira