Íslenski boltinn

Kolbeinn: Ætlaði að taka klobbaskotið fræga

Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson. mynd/blikar.is
„Við vorum mjög öflugir í dag og unnum sanngjarnan 3-1 sigur,“ sagði Kolbeinn eftir leikinn. Leikurinn var heimaleikur Blika en þar sem að framkvæmdir standa yfir á Kópavogsvelli fór leikurinn í kvöld fram á Würth-vellinum í Árbænum.

„Það var ekkert öðruvísi tilfinning fyrir þennan leik en aðra. Okkur líður vel í Árbænum og við gerðum hann að okkar heimavelli í dag. Við mættum vel peppaðir í þennan leik.“

Kolbeinn segir að hans menn hafi verði staðráðnir í að bæta fyrir 2-2 jafnteflið gegn HK í síðustu umferð. „Það voru allir vel gíraðir í leikinn og við fengum fyrir vikið frábæra liðsframmistöðu,“ sagði hann.

Fyrra mark hans var sérlega glæsilegt - þrumuskot utan teigs eftir kröftugan sprett.

„Ég sá að ég var með tíma og gat snúið. Svo keyrði ég bara á þetta. Ég ætlaði reyndar að taka klobbaskotið fræga. Þetta var svo ekki klobbi en hann endaði inni, þannig að þetta var í góðu lagi,“ sagði Kolbeinn og vísaði til marks Víkingsins Loga Tómassonar gegn Val í fyrstu umferð tímabilsins.

Hann var ánægður með hvernig gekk að fylgja eftir leikáætlun þjálfarans í dag.

„Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið. Þeir vilja halda boltanum en við náðum að riðla spilinu þeirra. Við héldum bara okkar plani allan leikinn,“ sagði Kolbeinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×