Joðskortur skekur líf grænkerans Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 11. maí 2019 10:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur. Fréttablaðið/Anton Brink HEILSA Ný rannsókn Sólveigar Aðalsteinsdóttur sýnir fram á joðskort hjá Íslendingum í fyrsta sinn. Joðskortur kemur fyrst og fremst fram hjá einstaklingum sem ekki neyta fisks og mjólkurvara. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur segir ástæðuna geta verið tvíþætta. Annars vegar vegna breyttra matarvenja landans og hins vegar vegna þess að minna joð sé í íslenskum matvörum nú en áður. „Við sjáum skýr tengsl við mjólkina eins og áður en miðað við það magn sem fólk virðist vera að drekka þá er joðstyrkurinn lægri en hann var fyrir 10 árum. Það eru vísbendingar um að kannski sé minna joð í mjólkinni en við vitum það ekki,“ segir Ingibjörg og bætir við að ekki hafi verið gerðar mælingar á efnainnihaldi íslenskra matvæla í hátt í tuttugu ár. „Það sem liggur á að gera eru innihaldsmælingar á íslenskum matvælum. Þær hafa ekki verið gerðar í að ég held um tuttugu ár.“ Joðskortur getur haft alvarlegar afleiðingar og má þar helst nefna röskun á starfsemi skjaldkirtils og auknar líkur á skertum fósturþroska á meðgöngu. Einkenni skorts á joði eru meðal annars þreyta, kuldi, þyngdaraukning, tíðatruflanir, gróf húð, munnþurrkur og minnisleysi. Ráðlagður dagskammtur af joði fyrir fullorðna eru 150 míkrógrömm. Mælt er með stærri skammti fyrir þungaðar konur (175 míkrógrömm) og konur með börn á brjósti (200 míkrógrömm). Hættulegt getur verið neyta meira joðs en mælt er með. Það á sérstaklega við um þungaðar konur. Ákveðin matvæli innihalda meira magn joðs en önnur og hefur Fréttablaðið tekið saman lista yfir fæðutegundir sem innihalda joð og henta mataræði grænkera og grænmetisæta. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
HEILSA Ný rannsókn Sólveigar Aðalsteinsdóttur sýnir fram á joðskort hjá Íslendingum í fyrsta sinn. Joðskortur kemur fyrst og fremst fram hjá einstaklingum sem ekki neyta fisks og mjólkurvara. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur segir ástæðuna geta verið tvíþætta. Annars vegar vegna breyttra matarvenja landans og hins vegar vegna þess að minna joð sé í íslenskum matvörum nú en áður. „Við sjáum skýr tengsl við mjólkina eins og áður en miðað við það magn sem fólk virðist vera að drekka þá er joðstyrkurinn lægri en hann var fyrir 10 árum. Það eru vísbendingar um að kannski sé minna joð í mjólkinni en við vitum það ekki,“ segir Ingibjörg og bætir við að ekki hafi verið gerðar mælingar á efnainnihaldi íslenskra matvæla í hátt í tuttugu ár. „Það sem liggur á að gera eru innihaldsmælingar á íslenskum matvælum. Þær hafa ekki verið gerðar í að ég held um tuttugu ár.“ Joðskortur getur haft alvarlegar afleiðingar og má þar helst nefna röskun á starfsemi skjaldkirtils og auknar líkur á skertum fósturþroska á meðgöngu. Einkenni skorts á joði eru meðal annars þreyta, kuldi, þyngdaraukning, tíðatruflanir, gróf húð, munnþurrkur og minnisleysi. Ráðlagður dagskammtur af joði fyrir fullorðna eru 150 míkrógrömm. Mælt er með stærri skammti fyrir þungaðar konur (175 míkrógrömm) og konur með börn á brjósti (200 míkrógrömm). Hættulegt getur verið neyta meira joðs en mælt er með. Það á sérstaklega við um þungaðar konur. Ákveðin matvæli innihalda meira magn joðs en önnur og hefur Fréttablaðið tekið saman lista yfir fæðutegundir sem innihalda joð og henta mataræði grænkera og grænmetisæta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp